Prentarinn - 01.01.1968, Blaðsíða 13

Prentarinn - 01.01.1968, Blaðsíða 13
eða gleymast, heldur hljóma hreint og snjallt enn um langan aldur.“ Saga íslenzkrar blaðamennsku og blaðaút- gáfu í Vesturheimi hefst að Lundi við íslend- ingafljót í Nýja-íslandi árið 1877 með út- komu Framjara. Aðalhvatamaður og jafn- framt fyrsti ritstjórinn var orðlagður dreng- skaparmaður, Sigtryggur Jónasson. Oft and- aði köldu í hans garð í íslenzkum blöðum á þeirri tíð, vegna afskipta hans af vesturferð- unum, sem margir litu misjöfnu auga. En hik- laust má telja hann bjargvætt margra forsjár- lítilla vesturfara. Sigtryggur gerðist síðar frumkvöðull að stofnun Lögbergs í Winnipeg, ásamt fleiri góðum íslendingum, meðal ann- arra skáldunum Einari Hjörleifssyni (Kvaran) og Sigurði Júlíusi Jóhannessyni og prenturun- um Olafi S. Thorgeirssyni og Bergvini Jóns- syni. Bergvin þessi er talinn fyrsti íslenzki prentneminn vestan hafs; hóf nám í prent- smiðju Framfara. Blaðið kom út í tvö ár, 36 blöð í fyrri árgangi og 38 í hinum síðari. Þjóðræknin og áhuginn á viðhaldi tungunnar var eitt aðalmarkmið útgefendanna. Fjárskort- ur varð blaðinu að falli. „Þótti mörgum sárt og sveið það lengi, að blaðið þurfti að hætta að koma út.“ Fyrsti setjarinn og jafnframt fyrsti prent- arinn var Jónas Jónasson, bróðir Sigtryggs. Hann hóf prentnám á Akureyri árið 1870 hjá Birni Jónssyni, en fluttist til Kanada að námi loknu. Undir handarjaðri Jónasar hóf Bergvin nám, eins og áður segir. Eftir að Framjari leið, virðast Ný-Islending- ar hafa lagt árar í bát, a. m. k. í bili, nema hvað út kemur 1879 Almanak fyrir íslendinga í Vesturheimi um árið 1880. Það er fyrst árið 1893, að þeir hefjast handa á ný, og gefa þá út trúmálarit, Dagsbrún, sem lifir í þrjú ár. Utgefendur voru séra Magnús J. Skaftason og Gísli M. Thompson prentari. Næst er útgáfa fyrsta skemmti- og fræðiritsins vestan hafs, Svöfu, og er Gísli útgefandinn. Var hann jafn- framt ritstjóri þess. Það var mánaðarrit, og komu út af því sex árgangar (1895—1904). Árið 1897 hefur Gísli útgáfu nýs hálfsmán- Steján Einarsson, síSasli ritstjóri Heimskringlu. — Ljósmyr.d: Kjartan O. Bjarnason. aðarblaðs, sem hann hélt úti í þrjú ár, og er hann ritstjóri þess. Nefndist það Bergmálið, og var aðallega fréttablað. Gísli M. Thompson hefur verið maður afkastamikill, því hann er samtímis prentsmiðjustjóri, prentari og rit- stjóri tveggja blaða. Nú kemur eyða í útgáfustarfsemina í bili, eða til ársins 1903, að stofnað er fyrsta ís- lenzka jafnaðarmannablaðið. Nefnist þrð Baldur, og er vikublað. Verður það harla lang- líft, lifir í sjö ár, og berst við höfuðkempurnar í stórborginni um vinsældirnar; er þar átt við Heimskringlu og Lögberg, sem þá eru í blómr aldurs síns, og gefin eru út við vaxandi vin- sældir. Baldttr þótti prýðilega ritaður, en frá- gangi mjög ábótavant. Ritstjóri var Einar 01- afsson úr Firði í Mjóafirði, en að honum lá-n- PRENTARINN 11

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/732

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.