Prentarinn - 01.01.1968, Blaðsíða 41

Prentarinn - 01.01.1968, Blaðsíða 41
Hugleiðingar um starff og skipulag H.I.P. Eftlr Jón Otta Jónsson Það fer ekki á milli mála að ýmsra breytinga er þörf á skipulagi H.I.P. Einkum finnst mér vera miklir annmarkar á nefndaskipulagi fé- lagsins, eins og það er nú. I fyrsta lagi ætla ég að benda á þá nefnd, sem teljast verður sú mikilvægasta í félaginu, F asteignanefndina. Fasteignanefnd er ætlað mikið starfssvið, sem sagt að sjá um rekstur, leigu og viðhald húseignarinnar að Hverfisgötu 21 og öll sam- skipti við ábúandann í Miðdal, og svo loks umsjá nieð sumarbústaðasvæðinu við Mið- dal, skipulagsmálum og úthlutun nýrra lóða, og þar með lagningu nýrra vega og gatna. Samkvæmt reglugerð um Fasleignasjóð er mælt svo til að Fasteignanefnd skuli skipuð aðeins 3 mönnum. Þessa nefnd hafa skipað í nokkur undan- farin ár Guðbjörn Guðmundsson, Sigurður Guðgeirsson og Pálmi A. Arason. Allir eru þessir menn þekktir fyrir dugnað og hæfileika, en það er ekki nóg. Þar er einmitt komið að merg málsins, þar sem þessir menn hafa alls ekki nægan tíma til að sinna öllum þessum verkefnum. Það vita allir, sem til þekkja, að þetta er staðreynd. Sumarbústaðaeigendur þekkja sér- staklega vel til þeirrar hliðar nefndarstarfsins, sem að þeim lýtur. Aðgerðarleysi nefndarinnar í málum sumar- landasvæðisins hefur valdið mjög miklum töf- um og óþægindum undanfarin mörg ár. I vega- og gatnamálunum hefur nefndin al- gerlega haldið að sér höndum. Það, sem fengizt hefur gert í þeim efnum, var eingöngu fyrir atbeina stjórnar félags sumarbústaða- eigenda. Þær ráðstafanir við úthlutun nýrra lóða neðan við girðinguna, austur af torginu svo- nefnda, bera því glöggt vitni hversu kastað hefur verið til höndum. Sú úthlutun var vægast sagt kák eilt. Skipu- lagsmál heildarsvæðisins hafa lika verið af- skipt allt of lengi. Eins og að framan greinir, er þetta ekki að kenna dugleysi nefndarmanna, heldur ein- faldlega tímaskorti. Allir eru þeir störfum hlaðnir að ýmsu öðru leyti. Ekki er hægt að ætlast til, að mennirnir geti afkastað öllu, sem gera þarf. Ég geri einnig ráð fyrir, að tímaskorti sé um að kenna, að Sigurður Guðgeirsson gefur sér örsjaldan tíma til að koma austur að Mið- dal. Þetta ætti að sanna vel, að nefndaskipulagið er stórgallað. Það er ekki viturlegt, að félagið verði fyrir tjóni vegna þess. Allir hljóta að viðurkenna, að heildarstarf félagsins verður að ganga liðuglega. Starfið má ekki detta niður vegna fjarveru eða veik- inda einstakra manna. Varla gat það nú talizt skynsamleg ráða- breytni, þegar Orlofsheimilisnefnd var sett á laggirnar, að skuldbinda Fasteignanefnd til að skipa einn mann í þá nefnd. Hver og einn getur sjálfum sér sagt, að ekki er hægt að bú- ast við auknu starfi þess nefndarmanns. I þessum tveim nefndum eru því aðeins fimm menn. PRENTARINN 39

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/732

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.