Prentarinn - 01.01.1968, Blaðsíða 21
Gutlormur «|. Guttormsson: Winnipeg lcelander
Skýring með meðfylgjandi kvœði Eg fór on í Main street með fimm dala cheque
Fyrr meir — „i den tid“ — höfðu prent- arar gaman af að bera sér í munn „prentsmiðju-dönsku", bæði í bundnu og óbundnu máli, meðan danskan réð lögum og lofum í reykvísku bæjarmáli. Nú er öldin önnur, og enskan í háveg- um meðal yngri kynslóðarinnar, eins og glöggt má heyra á „slang“-máli unga fólksins. Eigi er ólíklegt, að yngri mönnum prentarastéttarinnar svipi til lærifeðranna, er slíkar listir léku, og þeir skynji kímnina í þessum gaman- brag, sem vel mætti telja ortan á „prent- smiðju-ensku“. — Kvæði þetta mun ort fyrir 50—60 árum og er gamanmál bins góðkunna skálds um málfar Winnipeg- Islendinga nálægt aldamótum, er berast vildu á og sýna kunnáttu sína í ensku máli. Svo að ókunnugir misskilji ekki kvæði þetta og telji tungutakið dæmigerða vestur-íslenzku, læt ég fylgja brot úr grein, sem Guttormur reit fyrir fimmtán árum. Hann segir: ... Að vestur-ís- lenzkan ... hefir frá fyrstu árum ís- lendinga í þessu landi tekið skessu- skrefum í framfaraáttina er fyrst og fremst að þakka lífsgildi hennar sjálfr- ar. Fleira kemur til greina. Það er auð- veldara að tala hana lifandi en tala hana dauða; auðveldara að tala hana til lífs en tala hana í hel ... Ag. G. Og forty-eight riffil mér kaupti Og ride út á country með farmara fékk, svo fresh út í brushin eg hlaupti. En þá sá eg moose, úti í marshi það lá, 0 my — eina sticku eg brjótti! Þá fór það á gallop, not good anyhow, Var gone, þegar loksins eg skjótti. Að repeate aftur eg reyndi’ ekki at all, En ran like a dog heim til Watkins. En þar var þá Nickie með hot alcohol. Já, hart er að beate Nick Ottins. Hann startaði singing, sá söngur var queer Og soundaði funny, I tell you. Eg ’tendaði meira hans brandy og beer. — You bet, Nick er liberal fellow. Og sick á að tracka hann settist við booze, Be sure, að hann Nickie sig staupti. Hann hafði’ ekki lukku í mánuð við moose Af Mathews hann rjúpu því kaupti. — I Winnipeg seg’r ’ann að lalsverðan trick það taki, að fira á rjúpu Og sportsmann að gagni að gefa’ ’enni lick, En God — hún sé stuffið í súpu. Við tókum til Winnipeg trainið — a fly, Nick treataði always so kindly. Hann lofði mér rjúpuna’ að bera’ upp í bœ, Eg borgaði fyrir það, mind ye. Svo dressaði Nick hana’ í dinnerinn sinn Og duglega upp ’ana stoppli, Bauð Dana McMillan í dinnerinn inn, „Eg drepti ’ana,“ sagði’ ’ann, „á lofti.“
PRENTARINN
19