Prentarinn - 01.01.1968, Blaðsíða 31
fremur er rekin deild, sem annast prófun á
nýjungum, sem fram koma. Reynir nýjar gerð-
ir véla til framleiðslunnar og vinnur að endur-
bótum á prentvélum og rannsóknum í sam-
bandi viS prentplötuframleiSslu fyrir hinar
mörgu tegundir véla og prentaðferSir. Þarna
eru um 3700 rúmmetrar undir þaki og setur
byggingin mikinn svip á Heidelbergborg.
Málmsteypan í Geislingen
Geislingen, sem er milli Stuttgart og Ulm,
hefur um margra kynslóða skeið alið víðfræga
meistara málmsteypunnar. Nú starfa þarna um
1500 manns í málmsteypunni, í verksmiðju og
á skrifstofum. Þessi málmsteypa hefur meira
en aldarreynslu að baki í flestu, sem lýtur að
nákvæmnisvinnu í þessari grein. SumariS
1965 var tekin í notkun samstæða til fram-
leiðslu á smærri hlutum, með þeirri aðferð
að steypa þá í röð og nota nýtízku rafmagns-
bræðsluofna, og önnur málmsteyputæki af
fullkomnustu gerð. Með þessu hefur tekizt að
gera framleiðsluna sjálfvirka. Sérfræðingar
og aðrir hvaðanæva að úr heiminum, sem
skoðað hafa verksmiðjuna, hafa hrifizt mjög
af henni, og er óhætt að segja, að þarna sé
um að ræða tæknilegt undur. Starfsemin hef-
ur veriö samræmd í eina óslitna heild, allt frá
fyrsta til síðasta stigs framleiðslunnar. Allt
frá rafeindaprófunartækjum til sjónvarps-
tækja, sem notuð eru til eftirlits. Þessi verk-
smiðja er um það bil 32 þúsund fermetrar að
flatarmáli.
W ieslochverksmiðjan
Fyrir tíu árum, þegar skortur á landrými
háði stækkun bækistöðvanna í Heidelberg,
ákvað stjórn verksmiðjanna að þurrka mýrar-
fláka nálægt smábænum Wiesloch, sem er í 18
km fjarlægð frá Heidelberg. A 1,7 milljón fer-
metra svæði var reist gríðarstór verksmiðja,
sem nú er ein fullkomnasta prentvélaverk-
smiðja í veröldinni. Þrír stórir salir eru til
færibandaframleiðslu á Heidelbergprentvélum,
stanzvélum og fóliumvélum. Aðrir þrír stórir
verksmiðjusalir, þar sem ýmsir vélahlutar eru
smíðaðir. Þrír minni salir, sem notaðir eru til
geymslu og þar er einnig viðgerðarverkstæði.
I þriggja hæða skrifstofubyggingu er eldhús
verksmiðjanna, sérstakur fundarsalur, sem
notaður er einnig fyrir sölubúð, og í borð-
salnum er hægt að framreiða þúsundir mál-
tíða samtímis við góð skilyrði. Bygging er
fyrir móttöku og til þess að hýsa gesti, sem
koma til þess að starfa við verksmiðjurnar,
bílastæði fyrir tvö þúsund bíla, skýli fyrir
reiðhjól og mótorhjól, samtals 2518 m2 undir
þaki. Snemma á árinu 1967 var í Wiesloch
hafin smíði á mjög stórum sal til samsetning-
ar á vélum. I framtíðinni verða þar einnig
smíðaðar nýju Rotaspeed- og offsetvélarnar á
ennþá stærri færiböndum en gert hefur verið
í aðalstöðvunum í Heidelberg.
Hver samsetningarsalur er sjálfstœð
verksmiðja
Sérhver hinna þriggja stóru vinnusala er
verksmiðja út af fyrir sig með margföldum
færiböndum í lofti og á gólfum, geymslum og
pökkunardeild. A degi hverjum er flutt steypt
járn frá málmsteypunni í Geislingen og sett
í geymslur við endana á þessum sölum. A
tveim færiböndum fyrir sjálfvirkar cylindur-
vélar (eins og tveggja lita vélar af K og S
gerð) eru 50 vélar settar saman samtímis. A
þriðja færibandinu, sem er fyrir digul-vélar,
er unnið samtímis við 95 vélar. — Að
loknum hverjum vinnudegi fara vagnar og
flutningabifreiðir frá verksmiðjunum hlaðnar
prentvélum. Allar vélar eru pantaðar fyrir-
fram, og er þess vegna hvergi gert ráð fyrir
geymslurými fyrir smíði prentvéla á lager.
Fullkomin hagrœðing í framleiðslunni
Hinn jafni hraði og öll vinnuhagræðing
er skýringin á hagstæðu verði Heidelberg-
vélanna. Vélarhlutarnir eru smíðaðir í þraut-
hugsuðu kerfi færibandaframleiðslunnar. í
hverjum samsetningarsal eru yfir 300 vélar,
sem notaðar eru til að bora, slípa, og á annan
PRENTARINN
29