Prentarinn - 01.01.1968, Blaðsíða 45
Kristján A.
Ágústsson
„Hvað er hel?
Ollum líkn, sem lifa vel,
engill, sem til lífsins leiðir,
ljósmóðir, sem hvílu breiðir.
Sólarbros, er birta él,
heitir hel.“
Þetta erindi úr sálmi séra Matthíasar Jochums-
sonar kemur mér í hug, þegar minnast skal
Kristjáns A. Ágústssonar yfirprentara, er lézt
hinn 6. desember s.l.
Kristján hafði í mörg ár átt við vanheilsu
að búa og vissi vel, að lífsþráðurinn gat slitn-
að hvenær sem væri, en var þó, þegar hlé var,
jafnan hress og kvartaði ekki. Var helzt á
honum að heyra, að hann kviði ekki umskipt-
unum. Og þau komu líkt og í erindinu segir,
í hvílunni hægt og rótt, eins og engill leiddi
hann til æðra lífs. Daginn áður og alla daga,
sem heilsan leyfði, hafði hann gengið til vinnu
sinnar.
Kristján Andreas Ágústsson var fæddur 23.
janúar 1898 í Kaupmannahöfn, en þar hjuggu
þá foreldrar hans, hjónin Pauline Charlotte
Amalie og Ágúst Jósefsson prentari og heil-
brigðisfulltrúi.
Kristján hóf prentnám í ísafoldarprent-
smiðju 1913 og lauk þar námi 1918. Árið
1919 byrjar hann að vinna við vélsetningu
í Félagsprentsmiðjunni og vann þar óslitið
fram á mitt ár 1934, er hann átti þátt í stofn-
un Steindórsprents hf., og alla tíð síðan vann
hann þar sem yfirprentari. Hafði hann þannig
í meira en hálfa öld þjónað hinni göfugu svart-
list gamla Gutenbergs, er hann lézt. I honum
átti prentlistin traustan og dyggan verkmann,
því að fyrsta og æðsta boðorð hans var vand-
virknin. Hann var afar vandvirkur setjari,
hvort sem um var að ræða handsett smáverk
eða vélsetta doðranta. Meðan hann var vél-
setjari í Félagsprentsmiðjunni, var því við
brugðið, hve rétt og vel hann setti, og hlaut
hann af því virðingu og gott álit viðskipta-
vinanna. Sama var eftir að hann tók við verk-
stjórn í Steindórsprenti, að kröfur hans um
vandvirkni og nostur við prentgripina var til
fyrirmyndar; ekkert verkefni var svo smátt, að
ekki þyrfti að vanda til þess eftir föngum.
Alúð hans og lipurð við viðskiptamennina
var svo eðlileg, að hún hlaut að vekja traust
og hlýleika.
En Kristján var fróður um margt fleira en
prentverkið. Hann las jafnan mikið fyrr á ár-
um og hafði trútt minni. Var nærri sama um
hvað var spurt, að hann vissi nokkur deili á
því. Hann reyndist okkur ungu mönnunum
brunnur vizku og hollráða, og jók fátæklegan
forða okkar af því veganesti, sem öllum er
hollt að hafa á vegferð lífsins: góðvild til
allra manna og vönduðu líferni til orðs og
æðis.
Kristján A. Ágústsson var um nokkuð langt
skeið í forystuliði Hins íslenzka prentarafé-
lags, og ritari þess 1920—1922. Hann var
upphafsmaður að stofnun húsnæðisbyggingar-
sjóðs félagsins.
Árið 1919 kvæntist Kristján Guðríði Jóns-
dóttur. Var hjónaband þeirra mjög ástúðlegt
og farsælt, og mátti segja að þar væri maður
og kona eitt, svo samtaka og innilega sam-
stilltir vcru hugir þeirra. Það var því sár
söknuður, er Kristján missti konu sína árið
1954. Þau Guðríður og Kristján eignuðust
einn son, Ágúst prentara, sem kvæntur er Sig-
urlaugu Jónsdóttur.
Við félagar og vinir Kristjáns A. Ágústsson-
ar kveðjum hann með innilegu þakklæti fyrir
ógleymanlega samfylgd og vináttu.
E. Ág. M.
PRENTARINN
43