Prentarinn - 01.01.1968, Blaðsíða 24

Prentarinn - 01.01.1968, Blaðsíða 24
arar og bókbindarar í Kristianssund þegar sameinaðir í einu félagi. Blað norskra prent- ara, „Typografiske Meddelelser“, hættir út- komu í ágúst, en „Norsk Grafia“, blað hins nýja sambands, hefur göngu sína í október. Halvorsen skýrði nokkuð frá samningamálum, m. a. baráttunni fyrir 40 stunda vinnuviku, er hann kvað hafa orðið erfiðari en útlit var fyrir vegna þess að Verkamannaflokkurinn tapaði meirihluta sínum á þingi. Hann kvað verðbólguna hafa aukizt mjög síðan hin nýja stjórn kom til valda. Atvinnurekendur legðu kapp á að halda laununum niðri og nytu til þess stuðnings borgarablaðanna. í næstusamn- ingum mundu bókagerðarmenn hins vegar leggja höfuðáherzlu á hækkun grunnlauna. Þá ræddi Halvorsen um hina tæknilegu þróun og samninga þar að lútandi. Stefnan væri sú að iðnlærðir menn ynnu öll eiginleg prent- störf. „Tíminn hefur sannað okkur að samein- ingin var einasta rétta leiðin til lausnar vanda- málum bókagerðarmanna“, sagði hann. Svíþjóð Eri/c Alderin flutti framsögu af hálfu sænsku prentaranna. Rakti hann samningamálin á ár- inu. Þau hefðu verið mjög erfið. Þó hefði að lokum tekizt samkomulag um launahækkanir í áföngum, auk annarra lagfæringa. Vinnu- tíminn yrði 42tími frá 1. febrúar 1968. Alderin sagði að sænskir prentarar væru þeirr- ar skoðunar, að árangur samninganna væri mjög jákvæður. „Við höfum náð tiltölulega góðri hækkun launa, en mætt andspyrnu frá suður-sænskum atvinnurekendum, sem gerðu tilraun til launastöðvunar". Með stuðningi og fyrir atbeina prentarasambandsins hefði tek- izt að gera áform þeirra að engu og tryggja eðlilega launaþróun. „Það er álit okkar að hækkun launa verði á þessu ári eins mikil og hún var á því síðasta“, sagði Alderin. Þá gat hann þess, hve mjög það ágerðist að auglýsingaskrifstofur, „layout“-fólk og fleiri ynnu að eiginlegum prentstörfum, en sagði að nú hefði prentarasambandið vakandi auga með þeim, sem fjölluðu um hina nýju prenttækni. Henry Nielsen, formaður danska prentarasambandsins. (Ljósm.: Pjetur Stejánsson). Sameiningarmálin kvað Alderin á góðum vegi og væri þess að vænta, að sambönd prent- ara og bókbindara sameinuðust 1970. Offset- prentarar hefðu áhuga fyrir þessari samein- ingu, þar sem uppvaxandi kynslóð offsetprent- ara vildi að einnig í Svíþjóð yrði eitt samhand allra greina prentiðnaðarins. Danmörk Henry Nielsen flutti framsöguræðuna af hálfu danska prentarasambandsins. Hann hóf mál sitt með því að skýra frá samningavið- ræðum við atvinnurekendur, sem prentarasam- bandið hefði nú verið beinni aðili að vegna fjarvistar þess úr danska Alþýðusambandinu. Þar eð ekki tókust samningar milli aðila kom sáttasemjari til skjalanna. Viðræður tóku 22 PRENTARINN

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/732

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.