Litli Bergþór


Litli Bergþór - 01.12.1988, Blaðsíða 13

Litli Bergþór - 01.12.1988, Blaðsíða 13
Margrét Halldórsdóllir. Það mun hafa verið í júnímánuði árið 1915 að ég var sendur á sundnámskeið í Reykholti, þá tíu ára gamall. Mér var komið fyrir á Torfastöðum hjá þeim ágætu hjónum séra Eiríki og frú Sigur- laugu konu hans. Þar var þá til uppeldis drengur, tveim árum eldri en ég, Kristinn hét hann Jónsson frá Laug í Biskupstung- um. Þessi piltur varð ekki gamall, dó innan við tvítugsaldur úr berklum eins og mörg fleiri ungmenni í Biskupstungum á þeirri tíð. Við Kristinn gengum svo saman austur í Reykholt og urðum ágætir félagar. Sund- kennarinn var ung stúlka, Margrét (Gréta) Halldórsdóttir í Hrosshaga og hafði hún kynnt sér sundkennslu í Reykjavík. Eftir öruggum heimildum sem ég hefi fengið, vorum við 10 sem lærðum þarna sund þetta vor og skiptust nemendur þannig eftiraldri. Yngri en 15 ára voru 5. 15-20 ára 4 og 20-30 ára 1. Alls vorum við 10 eins og áður sagði. Námskeiðið stóð í 14 daga. Mér þykir það mjög leitt að nú hefi ég með öllu gleymt hvaða unglingar voru þama með mér. Ég man aðeins eftir tveim systrum frá Gýgjarhóli. Þær voru dætur Guðna Diðrikssonar og Helgu Gísladóttur konu hans, er þá bjuggu á Gýgjarhóli. Þessar stúlkur hétu Sigþrúður og Guðlaug og urðu síðar ágætar húsfreyjur í Biskupstungum. Ekki get ég gert mér grein fyrir því, hvers vegna ég man aðeins eftir þessum tveimur stúlkum, en hef ekki nöfn hinna ungling- anna sex, sem voru þama líka. Ég hygg að ástæðan fyrir því að ég man svo vel eftir þeim sé sú, að þær voru stærri og þroskaðari en við hin og þar að auki nokkuð vel syndar. Við höfðum þama tvö tjöld á fallegri flöt við laugina til að klæðast úr og í. Annað tjaldið fyrir okkur strákanaoghittfyrirstúlkumar. Ekkiman ég annað en að allt gengi vel og árekstralaust. Mér finnst í endurminningunni að alla daga hafi veðrið verið dásamlega gott. Að minnsta kosti man ég það rétt, að við Sundnámskeið 1915 Valdimar Pálsson sólbrunnum alveg hroðalega á öxlum og herðum þama í sólskininu, en þá kom Gréta blessunin með hnausþykkan rjóma heiman frá sér og smurði okkur með honum og hjúkraði okkur sem hún best kunni á allan hátt. Ég held, að hún Gréta hafi verið frábær kennari. Hún var svo elskuleg við okkur á allan hátt. Við, sem ósynd vomm, höfðum auðvitað sundkút. Síðan tók hún okkur á arma sína, hélt okkur láréttum í vatninu og fór hægt og rólega um alla laugina, hafandi látlaust yfir sömu formúluna, sem ég kann enn í dag. Formúlan var svona:”Að sér, út og sam- an.” Þetta voru hin réttu sundtök við bringusund. Ekki veit ég hvemig þetta er nú til dags eða hvort formúlan hennar Grétu og aðferð hennar við sundkennslu er enn í fullu gildi. En hitt veit ég og man vel, að við lærðum þama furðu mikið að fleyta okkur á svona stuttum tíma. En svo mikið er víst, ég var svoh'tið montinn með sjálfum mér. Að námskeiðinu loknu gat ég synt kútlaus um alla laugina fram og aftur, en hún var auðvitað ekki stór, en þó talsvert stórt uppistöðulón. Sundlaugin í Reykholti mun hafa verið byggð árið 1912. Hún var staðsett undir brekkunni sem næst norðaustan við vegamótin heim að Aratungu. Hún var vinkillaga með þykkum veggjum, hlöðnum úr mýrarhnaus. í hominu þar sem veggirnir komu saman var lítið op niður við jörð í gegnum garðinn og hægt var að opna og loka eftir vild. Ég man eftir því að a.m.k. einu sinni var hún tæmd til að hreinsa. Á þessum tíma var Reykholtshver óbeislaður og rann vatnið úr honum þegar hann gaus frjálst og óhindrað niður brekkuna og síðan eftir opnum skurði heim undir fjárhúsin á Stóra-Fljóti. Fjárhús þessi stóðu á dálitlum hóli, sem hét Kúla. Síðar var svo reistur þama bóndabær sem heitir Brautarhóll eins og alkunna er. Það var því svo sem engin fyrirhöfn að beina stefnu vatnsins í laug- ina, þegar átti að fylla hana, en að því loknu láta það svo aftur renna í skurðinn eins og áður. En svo sem í framhjáhlaupi við frásögnina Valdimar Pálsson. um þetta sundnám mitt langar mig að segja frá dálitlu atviki sem gerðist á Torfastöðum eitt kvöldið sem ég var þar. Þetta var hið fegursta vorkvöld, eins og þau gerast fegurst og best júníkvöldin á íslandi. Svona til gamans vom mér útvegaðar upplýsingar úr prestsþjónustubók Torfastaðaaprestakalls hvaða dag þetta hefði gerst. Það reyndist vera 19. júní 1915. En sem sagt. ég lenti þama í ákaflega mikilli skímarveislu. Fjöldi fólks, mikil gleði og söngur. Drengurinn, sem var skírður, var látinn heita Sveinbjöm. Foreldrar hans vom hjónin Sumarliði Grímsson og Guðný Kristjánsdóttir, bæði til heimilis á Torfastöðum. Guðfeðgin drengsins, en þá vom skímarvottamir nefndir því nafni, voru þessi: Jón H. Þorbergsson, saufjárræktarráðunautur, bóndi á Bessastöðum um skeið, síðar bóndi á Laxamýri í S-Þing., Ingvar Eiríksson Miklaholti, síðar bóndi á Efri- Reykjum og Guðrún Jóhannesdóttir Torfastöðum, tengdamóðir séra Eiríks. Eins og áður sagði, var þama mikill glaumur og gleði og mér sem aldrei hafði lent í öðru eins fannst ákaflega gaman. Og þegar komið var langt fram yfir venjuleg- an háttatíma, datt víst engum svefn í hug. Því var farið út í góða veðrið. Fyrir ofan túnið á Torfastöðum er dálítill ás og suðvestan við hann smáflöt, sem þá var slétt og falleg. Þangað var nú farið til að dansa og leika sér og verið þar fram á morgun. Þetta hefur mér aldrei liðið úr minni. Þetta var allt svo óskaplega ga- man. Drenginn, hann Sveinbjöm litla, sem skírður var þetta dásamlega júníkvöld, sá ég aldrei meir. Fjölskyldan flutti til Reykjavíkur nokkru seinna og S veinbjörn dó innan við tvítugsaldur, mikill efnismaður og prýðilega hagmæltur eins og faðir hans. Litli Bergþór 13
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.