Litli Bergþór


Litli Bergþór - 01.12.1988, Síða 16

Litli Bergþór - 01.12.1988, Síða 16
Baldursbrárvísur Þórður: Skeytið harla þurra þá þanka hitti mína, er Viktoría Baldursbrá búa vildi sína. Viktoría: Það var dögg sem þörf var á í þessum fáu línum, því krónu fékk mín Badlursbrá af bragaróði þínum. Þórður: Væri hægra í veröld þá vonadjúpið kanna. Ef ei um meira en Baldursbrá beiddu hugir manna. Viktoría.: Allir vonir eiga og þrá auðnu gengis njóta. En fæstir meira en Baldursbrá af borði lífsins hljóta. Þórður: Þegar sumars maður má mætra daga sakna, væri gott sem Baldursbrá blunda og aftur vakna. Viktoría: Lífsins vetur enda á, ei mun ég hans sakna. En þroskameiri en Baldursbrá bið ég um að vakna. Þórður: Nú er ekki neitt að sjá nema ffam á hallann, því að andans Baldursbrá brestur gróður allan. Viktoría: Frægan sigur fékk ég þá fyrst á ævi minni, þegar andans Baldursbrá banað gat ég þinni. ÞórÖur Kárason. Viktoría Guðmundsdóttir. Baldursbrárvísur, kveðskapur Viktoríu og Þórðar, munu hafa birst íBaldri, 1. tbl. 10.. árgangs. Þórður: Hér er ljótt að heyra og sjá huga lýsir þröngum. Sé þín andans Baldursbrá beygð af afturgöngum. Viktoría: Hvert með sigri hólmi frá heldur veit ég eigi, en afturgengna Baldursbrá buga held ég megi. Þórður: Þótt að sætum sigri ná sýnist takast megi. Fyrir hægu- Baldursbrá blikna - kuli eigi. Viktoría: Karlmanns reynir kjarkinn á, kólgu Frón er lostið, en máske þína Baldursbrá bíti ekki frostið. Þórður: Hauðrið allt er hulið snjá, hylja elfur skarir. Einhver innri Baldursbrá bjargast þó og hjarir. Viktoría. Heilsar vorið hauðri og sjá, hríðar sporin fækka. Mun þó hvorug Baldursbrá blómin þora að stækka. Kuldi bítur aldrei á eða hríðarbylur, þann er innri Baldursbrá í brjósti sínu dylur. Þórður: Náttúrunnar nú má sjá, nægt ei gæða dvínar. Sóley út og Baldursbrá breiða krónur sínar. m Litli Bergþór 16

x

Litli Bergþór

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.