Litli Bergþór


Litli Bergþór - 01.12.1988, Page 19

Litli Bergþór - 01.12.1988, Page 19
Upphaf skógrœktar. Strax á fyrsta fundi Ungmenna- félagsins eftir stofnfund er farið að ræða um skógrækt á vegum félagsins. Frummælandi er Þorfinnur Þórarinsson, þá á Drumboddsstöðum en síðar bóndi á Spóastöðum. Færir hann m.a. þau rök fyrir þessu að félagið þurfi “að framkvæma eitthvað verklegt, er allir gætu séð”. Þetta verður til þess að fenginn er dálítill blettur í hlíðinni sunnan við bæina á Vatnsleysu, þar sem skógræktarreitur félagsins er enn. Byrjað er að girða hann 25. október 1909 með fimmþættri gaddavírsgirðingu. í efna- hagsskýrslu frá árinu 1915 og næstu ár á eftir er reiturinn talinn 6400 fermetrar og er girðingin metin á kr. 180,- . Tekið er fram að félagið eigi ekki landið en hafi þaðánendurgjalds. Áárunum 1909-1910 fær félagið kr. 22,53 í styrk til skógræktargirðingar. Gengið er frá samningi við landeigendur og ábúendur á Vatnsleysu síðla árs 1917, og er hann lesinn á aðalfundi 7. desember það ár. Ekkert er getið um efni hans né hverjir undirrituðu hann. Fyrst er getið um útplöntun í skógarreitinn árið 1913. Þá er plantað þar 300 birkiplöntum, 200 reyniplöntum og einhverju af furu og víði. Þetta ár var skógurinn grisjaður undir stjóm Einars E. Sæmundsen, skógfræðings. Plöntumar em flestar fluttar í trjáreiti heima hjá félagsmönnum vorið eftir. Árið 1915 er plantað 35 plöntum af reyni, birki og gulvíði. Þá er þess getið að það sem áður var plantað hafi þrifist vel nema furan. Plönturnar voru úr Gróðrastöðinni í Reykjavik. Ekki er getið um frekari útplöntun þessi fyrstu ár, en oft er unnið að endurbótum á girðingunni og grisjun. 17. júní 1920 er farið í skógarreitinn eftir messu á samkomu á Vatnsleysu. Það er fyrst unnið við að laga til, en síðan heldur Þorsteinn á Vatnsleysu ræðu, þar sem hann greinir frá þjóðhátíðardegi Norðmanna 17. maí og leggur til “að 17. júní verði framvegis hátíðis- og frídagur um land allt.” A.K. Skógrœkt við Vatnsleysu. Helgi Kr. Einarsson „Vormenn íslands yðar bíða, eyðiflákar, heiðalönd. Komið grænum skógi að skrýða, skriður berar, sendna strönd.” Þetta sungu ungmennafélagar þessarar sveitar (og sjálfsagt annarra) í upphafi eða lok funda sinna. Og unglingar í barnaskóla, áttu að læra utan að aldamótaljóð Hannesar Hafstein, hvar í er hendingin:”menningin vex í lundi nýrra skóga.”. Sáð er fræjum hugmynda í framfar- asinnað æskufólk. Framkvæmdir verða svo eftir efnum og aðstæðum, hverju sinni. Skógrækt var eitt af aðalstefnumálum ungmennafélaganna frá upphafi. Hér í sveit var þessum málum lítið sinnt á félagsgrundvelli frá því laust eftir 1920 og fram undir 1950. En víða á bæjum í sveitinni voru settar niður trjáplönturviðhúsáþessumárum. Umog eftir 1940, fer Skógrækt ríkisins að vera með umsvif í Haukadal. Umf. Bisk. vissi alltaf af “blettinum í hlíðinni” á Vatnsleysu. Á sumum fundum var rætt um að lagfæra girðinguna þar og grisja. Á aðalfundi 29. .maí 1950, er einn dagskrárliður, skógræktarmál. Framsaga: Helgi Kr. Einarsson. Skýrði Litli Bergþór 19

x

Litli Bergþór

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.