Landneminn - 01.05.1949, Blaðsíða 3

Landneminn - 01.05.1949, Blaðsíða 3
lANDIVEMlNrt Jtgefandi: Æskulýðsfylkingin — samband ungra sósíalista. Ritstjóri: Jónas Árnason. 3.—5. tölublað Marz—Maí 1949 3. árgangur GUÐLAUGUR JÓNSSON, FORSETI ÆSKULÝÐ SF YLKING ARINN AR: Svo íór sem margan hafði grunað. í nafni lýðræðis og frelsis var ísland svik- ið. Stjórnarskrá, þingsköp og lög þver- brotin. Kröfur yfir 70 félaga og funda, um þjóðaratkvæði, að engu hafðar. -— ís- land gert að atómstöð Bandaríkjanna, í fremstu víglínu. — Tveggja ára stjórnar- samslarf íslenzka afturhaldsins, undir hinni öruggu forustu Alþýðuflokksins, hefur vissulega borið ríkulegan ávöxt. — 30. marz var prófdagur. Þann dag gekk „liið vestræna lýðræði“ undir fullnaðar- próf á Islandi, — og féll. Öll saga hinnar ltandarísku útvarðstöðvar á íslandi er um leið saga um ósigur lýðræðisins, og sigur fasimans. Allt frá samningnum um flugvöllinn í Keflavík, og um Mar- shall-aðstoð handa íslendingum, til Atlantzhafsbanda- lagsins og innlimunar Islands í hernaðarkerfi hins kapitalíska heims. Allt starf núverandi ríkissljórnar, síðustu tvö árin, til að undirbúa þau málalok sem fengust, með kylfum og lögbrolum, hinn 30. marz, hefur verið ein óslitin keðja af ósigrum lýðræðisins á Islandi. Að einum undanskilduin lofuðu allir þeir menn er nú sitja á Alþingi Islendinga kjósendum sínum, að þeir skyldu standa gegn afsali íslenzkra landsrétt- inda. Allir nema einn, eiga þeir þingsetu sína þessum loforðum að þakka. —- Þessir menn hafa nú setið á Alþingi í tæ|i þrjú ár. Þrisvar hafa á þessum líma komið fyrir mál, sem hvert um sig vörðuðu að veru- GuSlaugur Jónsscn legu leyti sjálfstæði og lrelsi Islands. Þrisvar sinnum hefur þjóðin krafizt þess af hinum kosnu fulltrúum sínum, að þeir stæðu við gefin loforð, og segðu nei, eða leggðu málin að öðrum kosti uúdir dóm þjóðarinnar sjálfrar, svo sem stjórnar- skráin gerir ráð fyrir um mikilvæg mál. — En jafn oft hefur meirihluti Alþingis- manna gengið á bak orða sinna, og hæðzt að þjóðinni er hún krafðist rétlar síns. Og málpípur hinna vestrænu berja sér á brjóst og lofa lýðræðið. Frá þeirra sjónarmiði þýðir lýðræði hreint ekki að lýðurinn ráði, að þing og stjórn skuli vera þjónar lýðsins. Heldur þvert á móti. Þingmennirnir eru lög- lega kosnir, segja þeir. Það er ofbeldi ef einhverjir gerast svo djarfir að ætla sér að skipa Alþingi fyrir verkum. — Með öðrum orðum: Þjóðin hefur völd- in einn dag á hverjum fjórum árum. Þá fær hún að velja hverjum hún vill selja sjálfdæmi um framtíð sína, næstu fjögur árin. Það er hennar vald. — Ætli þjóðin sér meira, er það ofbeldi við sjálfdæmismenn- ina í Alþingishúsinu. Fyrir slíkt skal refsað. Hinn 30. marz mættust þessir tveir aðilar við Aust- urvöll. Utifyrir alþýðan, þjóðin, svo þúsundum skipli. Hún hafði misskilið sitt hlutverk og hugðist hafa áhrif á störf Alþingis. Hún hafði áður sent frá sér álitsgerðir og samþykktir í tugatali. Þennan dag sendi hún frá sér eina ályktunina enn, og til frekari árétt- ingar hrópaði hún kröfur sinar um þjóðaratkvæði, og LANDNEMINN 3

x

Landneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Landneminn
https://timarit.is/publication/893

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.