Landneminn - 01.05.1949, Síða 4

Landneminn - 01.05.1949, Síða 4
heimtaði að staðið yrði við gefin loforð. — Innifyrir sátu sjálfdæmismennirnir frá sumrinu 1946. Menn- irnir sem þegar höfðu svikið tvisvar, og nú voru ráðnir í að gera það í þriðja sinnið. Þeir skulfu af ótta. — Samvizkunni hefur einhvers staðar verið líkt við óþægan hund sem alltaf reynir aS gera manni skráveifur, meS gelti eSa glefsi. Sjálfdæmis- mennirnir okkar hafa sennilega orSiS fyrir einhverju slíku. Að minnsta kosti var svo komið, seinni hlutann í marz, að Lögreglan í Reykjavík þótti of fámenn. Það var því gripið til þess ráðs að smala saman göml- um og nýjum nazistum úr Heimdalli og nokkrum auðnuleysingjum úr hinum stjórnarflokkunum. LiS þetta var síðan vopnað með prikum, sem tálg- uð höfðu verið í Ameriku, og pottgarmar, sem Sam gamli frændi átti afgangs úr síðasta stríði, voru settir á höfuð þeim. Þar var þá kominn lífvörður sjálfdæmis- mannanna. Heiðursfylking hinna 927, með glæpa- manninn frá Noregi og bróðurinn sem kveikti í kett- inum í forustu. Einnig j>etta lið var mætt við Austur- voll hinn 30. marz, ásamt hinni reglulegu lögreglu. Allt fór rólega fram. Merkilega rólega, gæti maður jafnvel sagt. Innifyrir sátu 52 menn. 37 ]>eirra höfðu lýst sig fylgjandi hinu erlenda stórveldi, sem átti fulltrúa sinn í næsta herbergi, og réttu upp hend- urnar upp á það. ASeins 13 réttu upp hendurnar fyrir ísland. Tveir voru beggjahanda járn. En á meðan ís- land var gert að stríðsþjóð meS handauppréttingu, 37:13, og þannig selt nýlenduveldum heimsins á leigu sem atómstöð, til 20 ára, af þingniönum sem ekki voru kosnir nema til fjögurra ára, beið þjóðin utan dyra og lét sér nægja að lirópa „þjóðaratkvæði" og syngja „ísland öðrum skorið“. AnnaS gerði hún ekki, utan hvað nokkrir strákar sáu aumur á hinum heiðurs- merkjalausa lífverði, og og létu nokkur egg af hendi rakna, honum til skrauts og virðingar. Og nú skyldi maður Iialda, að þar með væri sagan sögð öll. Svo er ]>ó ekki. Að vísu hafði íslenzka auðmannastéttin haft sitt fram, þegar hér var komiS sögu. Hún hafði með eindæma framkomu, og óspöruðum lögbrotum knúð fram samþykkt AI]>ingis fyrir því að íslendingar skyldu vera leiguliðar í sínu eigin landi, aS minnsta kosti næstu tuttugu árin. Og þar með tryggt sér stóra- bróður, auðvald Bandaríkjanna, sem bandamann, ef íslenzk alþýða skyldi verða of aðsópsmikil, og heimta meira en góðu hófi gegndi af gæðum þeim sem hún framleiðir í landi sínu. AS vísu vissi íslenzka yfir- stéttin ofur vel, að liðveizla stóra bróður er ekki föl án endurgjalds. Menn skyldu því ekki freistast til aS halda, að þetta spor hafi verið stigið alveg sársauka- laust. En yfirstétt er nú einu sinni yfirstétt, og við vitum að kommúnisminn, bölvaður, er á næstu grös- um. Forréttindin eru yfirstéttinni meira virði en allt annað í þessari veröld, og hún hikar því ekki við að láta af hendi fimm skildinga, ef hún með því gæti keypt sér liðveizlu til að halda einum skildingi eftir. Og nú, þegar yfirstéttin íslenzka hafði, aS hún hélt, aflað sér þeirrar baktryggingar, sem hún taldi sér nauðsynlega, greip hana stolt og stórmennska. Nú fannst henni tími til kominn að fara að snúa sér að íslenzku alþýðunni, sem hafði hrjáð hana og kvalið og herjað út úr henni hverja réttarbótina af annarri, allt frá árinu 1942. Og á undanförnum tveim árum hafði hrokinn í þessari alþýðu jafnvel gengið svo langt, að hún hafði hvað eftir annað gert sig breiða og sagt nei, þegar henni var sagt aS nú þyrfti hún að fara að fórna, en í slaðinn haldið fundi, gert sam- þykktir og gert sig líklega til að ráða lögum í landinu. Nei, og aftur nei. Nú var tíminn kominn. Hér skyldi brotið blað. Enginn skyldi halda að menn stofni úrvalslið með glæpamunni og kattakvalara, til þess eins að hafa það til sýnis. Aðeins skorti átylluna til að liðið ka:mi að notum. En einnig hún var auðfundin. AuðvitaS þurfti að ryðja Austurvöll, svo að alþingismenn kæmust leiSar sinnar, eftir unnin afrek. Það verk féll lög- reglunni í skaut. Og undir leiðsögn nazistans Sigur- jóns Sigurðssonar hóf hún verkiS. Þegar svo „skríll- inn“, en svo heitir alþýðan á máli þeirra er landi okkar stjórna, var ekki eins svifléttur og af honum var krafizt, var hann barinn með kylfum, til áminn- ingar og viðvörunar. Þess er þó skylt að geta, að ekki var lögreglan öll þátttakandi í þessum leik. En mestu þrælbeinin innan hennar gripu tækifærið, og hörðu á báða bóga. „SkríIIinn“ varð viðbragðsfljótari eftir ]>essar aðfarir, og ekki var laust við að nokkuð þykknaði í mörgum. En ekki kom til neinna teljandi átaka fyrr en þrælbeinin ruddust fram á nýjan leik, með sýnu verri aðförum en í fyrra sinnið. Nú tóku menn það ráð að reyna að verja sig, og gripu þá til þess er hendi var næst, moldarköggla og grjóts. Þar- með var átyllan fengin. „Skríllinn“ hafði ekki látið sér nægja aS beita „hina löglega kosnu“ ofbeldi, meS orðum og fundum einum saman, hann hafði augsjáan- lega morð í huga! — Nú skyldi vörð'ur lýðræðisins víst sýna þessum „skríl“, hvar DavíS hefði keypt ölið. — Og út úr því húsi, sem einu sinni var ætlað aS geyma æðstu virðingu íslands, streymdu nú óðir naz- istar, með amerískar kylfur, og borða um bandlegg- inn, eins og í gamla daga. — Hér urðu þáttaskil. — í einni svipan rann nú upp ljós fyrir reykvískri al- þýðu, serm þarna var saman komin. Allt í einu varS 4 LANDNEMINN

x

Landneminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Landneminn
https://timarit.is/publication/893

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.