Landneminn - 01.05.1949, Page 18

Landneminn - 01.05.1949, Page 18
rás. Vœri varil að darma þessi atvik öll af fullri rétt- sýni og því bezt að láta það ógert að svo stöddu, og bíða nánari fregna. Og ljósin í herstöðinni bar upp í myrkri næturinnar. Af þessari litlu sögu mætti kannski ráða í það, hvernig málsvarar borgaralegrar menningar hegða sér gagnvart frjálsri hugsun. Heimdellingum og borgara- blöounum fjórum nægði framburður annárs málsað- ilans til að fella sinn dóm. Hinir ungu sósíalistar þótt- ------------------------- Ég átti land Ég átti land með iðjagrœnar hlíðar og unaðslegan fuglasöng. Ég átti þjóð, sem aldrei kunni að bugast en eygði von í hverri þröng. Hún átti sögu, öllum sögum fegri og Islendingsins töframál. Þar var fólginn hennar helgidómur hetjulund og þjóðarsál. 1 gegnum aldir bar hún böðuls hlekki borin ráðum drottnarans. Er nokkuð þyngra, en eiga auðnu sína undir hœli kúgarans? En stórir andar stóðu samt á verði og strengdu heit að vinna þér. Fyrir þeirra fórnarlund og gœfu frelsið aítur hlutum vér. Svo skeði undrið. Þjóðin sjálf var svikin og seld af hendi enn á ný. Er þá Islands auðnuleysi meira en ykkar gengi, vesöl þý? Hver skilur líf og skaphöfn þeirra manna sem skirrast ei við níðingsverk? Hver verður dómur þeirra, þegar líður, ef þjóðin reynist nógu sterk? Þ. M. _______________________________________________ ust ekki geta dæmt í sama máli án þess að heyra fram- burð beggja málsaðila. Þannig bregðast vinir borgara- legrar menningar þeirri bugsjón, sem hún lengst hef- ur státað af, meðan þeir sem þykjast sjá fyrir gjald- þrot þessarar menningar taka lífvænustu liugsjón hennar á arma sína og beita lienni á dagleg viðfangs- efni. Fátt ætti að sýna betur þær ógöngur, sem borg- aralegt siðferði hefur nú ratað í, en sú staðreynd, að formadendur þess, sein telja sig vera, geta hvorki haldið uj)])i sókn nc vörn fyrir það án þess að af- neita í hverju orði og hverri gerð höfuðprinsípi þess, og skal vikið að því á eftir. Ég ætla ekki að halda því fram, að t. d. heimdellingum hafi verið skipað af ])ersónulegu valdi, svo sem ulanríkisráðherra Is- lands, að ljúga upp á Tékkíu eins og við þremenn- ingarnir höfum síðar komizt að raun um að þeir gerðu, eða æfa sig í bauli til að fylla upp í ræðu- eyðurnar. Það, sem á sér stað þegar ungir menn á íslandi gerast starfsmenn í lygafabrikku íhaldsins, er því miður mjög algengl fyrirbæri. Það er þetta. að þeir beita sjálfa sig skoðanakúgun. Þeir gerast þræl- ar síns eigin viðhorfs. Sá, sem vinnur í lygafabrikku íhaldsins liefur ekki áhuga fyrir réttlæli eða friálsri hugsun, heldur illum málstað: heimskapítalismanum. Komist menn vel inn í starfsemina þar, þurfa menn ekki lengur ])ersónulegan húsbónda til að segja scr fyrir verkum, cg tala nú ekki um ef menn eru gerðir verkstjórar og fá hærri laun, eða eiga það í vonum. Innan skamms tíma dregur svo af samvizkunni, sem auðvitað var aldrei sterk á svellinu, að enginn hlut- ur er hægari en kúga hana, ef svo ber undir. Og fyrr en varir er hún orðin svo vön því að vera svín- beygð, að hún telur ekki ómaksins vert að rctla úr scr á milli. Virðing íslenzkrar borgarstcttar fyrir frjálsri hugs- un ber scr annars trútt vitni á hverjum degi og fyrir hvers manns augum. Engum, sem fengið Iiefur tæki- færi til þess að fvlgjast með erlendum blöðum, t. d. á Norðurlöndum, getur dulizt hver reginmunur er á málflutningi þeirra og t. d. Morgunblaðsins og Alþýðu- blaðsins hér. Þegar ég var að fletta Svenska Dagbladet og Stockholms-Tidningen á Norrlands Nation í Upp- sala, gat mér stundum fundizt engu líkara en þessi blöð væru hugsuð fyrst og fremst sem menningar- og fræðslutæki, ef ég hafði jafnframt í liuga ofannefnd íslenzk blöð. Varla nokkurri beilbrigðri manneskju getur blandazt liugur um, að Mbl. og Alþýðubl. eru liugsuð og rekin sem sefasjúk afmenningartól. Ætlun þeirra er að ganga af frjálsri hugsun íslendinga dauöri. öll afstaða þeirra markast af máttvana hatri gegn Iláðstjórnarlýðveldunum og framsveilum verka- 18 LANDNEMINN

x

Landneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Landneminn
https://timarit.is/publication/893

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.