Landneminn - 01.05.1949, Síða 16

Landneminn - 01.05.1949, Síða 16
KVÆÐI Eftir Anonymus ein rós einct nótt og hár þitt hefurðu litað og ég elska augu þín oa nú hef ég séð monsieur verdoux ég segi þú eins og á morgun eins og sígaretta er líf okkar eins og sígaretta sem hangir loaandi út úr munnviki og reykurinn oa hár þitt bylgjast eins og hugsanir mínar um hár þitt sem var ljóst í fyrradag eins oa gull oa nú hefnrðu litað bað svart má éa drekka bitt full mín Rós mín Nótt hefurðu ekki enn séð monsieur verdoux et mademoiselle je voudrais faire la connaissance de vous Akademíið hér er eitthvert haff versta líkhús sem ég hef séð. Mér skilst á þeim, að lykillinn að leyndar- dómum listarinnar felist í að kunna anatómíu á borð við dýralækni eða slátrara. Að mála, — það er að drepa lit. Skítugt grátt í enn skítugra grátt og svo koll af kolli, unz kemur grátt málverk þegar bezt lætur. Akademíið í Kaupmannahöfn segir þó alltaf grænt í grænt og summan verður grænt málverk. Þessir menn geta ekki botnað upp né niður í verk- um feðra sinna. Þeir leita ekki að lit eða byggingu í þeim, heldur að vöðvum og sinum. Þeir búa til mann úr steini en ekki stein í mannsmynd. Ég hef sjaldan orðið eins undrandi og þegar ég sá nokkur verk Mich- aels Angelo. Ég skildi í fyrsta sinn, hvers vegna hann skipar öndvegissess meðal myndhöggvara síðari alda. Aftur skildi ég ekki, að enginn fyrr en Rodin skyldi sjá hvað hann var að fara, né taka upp þráðinn þar sem Angelo sleppti honum. Samband Rodins og An- gelos er ótvírætt, og Rodin varð sízt minni í augum mínum við að sjá þessi sterku áhrif. Sumar af mynd- um Angelos mundu af mörgum vera kallaðar ófull- gerðar, jafnvel móderne. Anatómískt rétt hlutföll verða að víkja fyrir þörf formsins. Eins og þeir sem eru kallaðir móderne í dag, virðir hann efni það sem hann vinnur í. Hann smíðar ekki hold úr steini. held- ur heggur stein með tilliti til eðlis steinsins. Myndir hans tjá ógnarþunga og dæmalausa formfestu. Ég hef aldrei séð ljósmyndir af þessum verkum, en aftur margar af verkum, sem mér finnst minna til koma t. d. Davíð. Smekkleysi og vandalismi eru ekkert einkafyrirtæki Viktoríutímabilsins né nútímans, arflaka þess. Miklir ofboðs hrokagikkir hafa þessir Renesanse- menn oft verið. Hér eru byzantískar og gotneskar kirkjur, sem þeir hafa beinlinis eyðilagt. Þeir hafa gert á þeim hinar óheppilegustu breyt- ingar og hrúgað inn í þær verkum sjálfra sín, en oftast er hvorugt, að stíl né gæðum, í samræmi við eðli þeirra. Víða má sjá leifar af skínandi fallegum freskómynd- um, sem hafa verið miskunnarlaust brotnar niður, en yfir sárin hafa verið hengd léleg Renesanse-málverk, sem þeim hefur víst sjálfum fundizt betri. Hið byzant- iska og gotneska umhverfi hrópar á hjálp. Ekki hef ég séð merki þess, að byzantiskir og gotneskir lista- menn hafi borið slíka fyrirlitningu fyrir verkum fyrir- rennara sinna. Krosskirkjan er einna verst farin. Hún er svo að segja gereyðilögð.Legsteinn Michaels Angelo þar er einhver sú mesta svívirða sem hægt hefði ver- ið að gera þeim meistara. Þrátt fyrir snilli Renesans- ins hefur hann á margan hátt verið tími spillingar og úrkynjunar. Flórens á sér merkilega fortíð en enga nútíð, því miður. Hver krókur og kimi andar sögu. Þarna er freskó eftir Angelico, Jjarna rissaði Leonardo andlit á húshorn. Nær hverl sem litið er, má sjá sögulegar menjar og listaverk. ítölum er ef til vill ekki láandi þótt þeir geti ekki haldið framávið í Jiessu umhverfi, en standi kyrrir eins og dagað tröll. Kannski eiga íslenzkir myndlistarmenn gott að eiga enga tradisjón og þurfa þess vegna ekki að hafa neina samvizku. 16 LANDNEMINN

x

Landneminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Landneminn
https://timarit.is/publication/893

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.