Landneminn - 01.05.1949, Blaðsíða 22

Landneminn - 01.05.1949, Blaðsíða 22
Bugleiðingar um Þýzkalandsíör Eftir SNORRA JÓNSSON Síðustu dagana í ágúst 1939, er vika var eftir af friðnum eða vopnahlénu milli heimsstyrjaldanna, komum við 20 Islendingar til borgarinnar Trier í Þýzkalandi nálægt frönsku landamærunum. Við höfð- um ekið um daginn um hin fallegu héruð Suður-Þýzka- lands og séð meðal annars nokkuð af ofanjarðarvarn- arvirkjum Siegfried-líunnar, þar á meðal varnarstöpla gegn skriðdrekum, sem við höfðum þó aldrei á ævinni séð. Teningum kastað Hér er teningum kastað. Síðasta brú þín er brotin, brúin, sem hinzta undankoman þín var. Á hólminn er komið umfl'otinn elfu dauðans, og örlögum þínum verðurðu að mœta þar. Upp með sverÖið. Þar undankoma er engin og aftur ei snúið þú getur frá þessari stund. Með lífið að veði þú gengur á hólm við heiminn cg hörfar ei þaðan nema á dauðans fund. Gunnar Dal. Að áliðnum degi komum við til þessarar vinalegu borgar við Mósel, sem fræg er fyrir sín Móselvín. Við settumst að í gistihúsi gegnt járnbrautarstöðinni. Á þessu ferðalagi um daginn til borgarinnar skoð- uðum við klakstöð Gestapo. Stöð þessi eða kastali hét hinu rómantíska nafni Vogelsang (flugakvak). Þetta var Kvieldúlfsport þeirra nazistanna. Hér var okkur sagt að foringjaefni nazistaflokksins væru þjálf- uð til að gegna hinu menningarsögulega hlutverki aríanna. Héðan hafa eflaust komið böðlar Noregs og annarra Evrópulanda, en ekki er ég viss um að alllaf hafi fuglasöngur fylgt þeim á reisu þeirra um Evrópu síðar, nema vera kynni garg hræfuglanna. Þetta kvöld okkar í þessari elskulegu borg, Trier, var eitthvert hið dásamlegasta á öllu ferðalagi okkar um Þýzkaland. Við ætluðum að sparka knetti í kapp við íbúa borgarinnar daginn eftir. Ég og herbergis- félagi minn, miðframherjinn, sátum við gluggann um kvöldið og hlustuðum á borgina þagna og ræddum viðburði dagsins og það, hve lítið við yrðum varir við styrjaldarótta. Þegar við höfðum sofið nokkra tíma, vöknuðum við við ys og þys utan af strætinu. Er við litum út um gluggann, sem sneri út að járnbrautarstöðinni brá okkur heldur í brún. Hermenn í þúsundatali streymdu syngjandi út af stöðinni. Þettan voru ungir menn á leið í Siegfried-línuna. Margir voru drukknir og þótti okkur það kynlegt. Nú er stríðið byrjað, sögðum við hvor við annan — og við aðeins nokkra kílómetra frá frönsku landamærunum. Brátt var kallað á okkur og okkur sagt, að nú yrði hver að bjarga sér sem bezt hann kynni, því nú yrðum við að halda inn í land hið skjótasta, j>ví styrjöld gæti brotizt út á hverri stundu eða væri jafnvel þegar skollin á. Við héldum til járnbrautarstöðvarinnar, og hvílíkur at- gangur! Allir, sem vettlingi gátu valdið, héldu inn 22 LANDNEMINN

x

Landneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Landneminn
https://timarit.is/publication/893

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.