Landneminn - 01.05.1949, Blaðsíða 6

Landneminn - 01.05.1949, Blaðsíða 6
VILHJÁLMUR FRA SKÁHOLTI: r- Svo oft, sem harðstjórn hofur bjargir bannaö og bölvun lagt á menn: ninn pyngsta kross; skópst draumsins líf, sem fœrði fögnuð oss er frelsi þráðum meir en nokkuð annað. Hann kom og gaf oss von um veröld bjarta, sem vórum sett í skuggann ár og síð og þekktum aðeins þrœlsins ógn og stríð, Þá þyngstu raun, sem kvelur mannlegt hjarta: að liía fjarri angan allra blóma, svo óralangt frá sól og glœstum reit. — Um vora þjáning enginn annar veit, en aðeins sá, er hlýtur slíka dóma. Við höfðum lesið lífsins byrði undir að lif vort myrkt sé dauðans sparifé og ekkert meir, — en draumsins dýru vé urðu dreymnu hjarta nýir landafundir. Oft var slíkt áform þó hjá feigum falið, sem frelsisdrauminn gat til sigurs leitt. En draumsins líf fékk engin ánauð deytt hve endalaust sem það var pínt og kvalið. II. Sú bœn varð til í brjósti hins þjáða manns, að blessun draumsins engu hjarta týndi. — Og það var hann, sem svipu valdsins sýndi að sigur þrœlsins bjó í draumi hans. m. Sjá, þegar dýpstu mannsins óskir mcetast í mynd þess lífs, sem felst í veröld hans; á Öllum tímum hafa hendur manns hlekki brotið, til að sjá hann rœtast. Hann vígður er í vinjum harms og tára, er vonir heimsins urðu bundnar því að jarðarbarnið yrði ei auðmjúkt þý, sem auðsveipt kysi harðstjórn þúsund ára; án dauðamyrkurs Mammons þess er lokkar. — 0, myndið nýjan heim! var draumsins kall. Við eygðum von; . í vorum brjóstum svall sá vilji' að gera draumsins líf að okkar. en skapi sjálft þann heim með hringinn víðan, sem hjartað þráir dýpst, og veiti sér að lifa í sól, sem okkur öllum ber, að öðlast lífið frjáls og deyja síðan. 6 LANDNEMINN

x

Landneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Landneminn
https://timarit.is/publication/893

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.