Landneminn - 01.05.1949, Page 24

Landneminn - 01.05.1949, Page 24
Sýslumaður á íslandi — en sýslumenn eru þeir einu horðalögðu menn, sem við höfum átt til skamms tíma, — sem hagaði sér svo spjátrungslega, hefði orðið skót- spónn gárunga. Það hefðu verið kveðnar um hann vís- ur. Þýzka þjóðin var ekki svo gæfusöm að geta hlegið sína sporaprýddu forustumenn út af laginu í tæka tíð, í stað þess lét hún þá plata inn á sig hugmyndum um forystuhlutverk þjóðarinnar vegna hins germanska uppruna. Kannski liggur ógæfa hins hrekklausa, þýzka alþýðumanns í húmorleysi hans. Við Islendingar höf- um enn sem komið er borið gæfu til þess að hrosa góðlátlega að þeim spámönnum meðal okkar, sem með skírskotun til pýramídanna í Egyptalandi telja okkur hafa sérstöku björgunarhlutverki að gegna meðal þjóð- anna. Þegar Islendingar hætta að brosa, en taka Jón- as spámann Guðmundsson hátíðlega, mega „þeir fara að vara sér,“ eins og segir í gamanvísunni. * * * Við vorum komnir til Hamborgar, þegar „Pólverjar réðust á Þjóðverja“ eins og þýzku blöðin sögðu, og víssum við ekki, að þetta hafði verið alveg öfugt, fyrr en við komum til Kaupmannahafnar. Þjóðverjarnir virtust taka stríðinu æsingalaust og voru mjög rólegar. Ég man hvað við hlógum að hræðslu Dananna, sem stóðu á Ráðhústorginu í Kaupmannahöfn á kvöldin og horfðu á fréttirnar á Ijósunum hjá Politiken. Þetta er Dönum líkt, sögðum við, að vera skít- hræddir, en Þjóðverjarnir, sem voru komnir í stríðið, voru kaldir og rólegir. En seinna kom á daginn, að ótti þeirra var ekki ástæðulaus. Síðan þetta gerðist, hefur mikið vatn runnuð til sjávar. Styrjöld hefur verið háð, þjóðfélög hafa hrun- ið, einvöldum steypt af stóli, en hugsjónir þeirra ætla að verða furðu lifseigar. Með okkur í lestinni frá Hamborg til Kaupmanna- hafnar voru ung hjón að koma úr brúðkaupsferð um Þýzkaland. Eiginmaðurinn varð síðar frægur stjórn- málamaður á íslandi — Jóhann Hafstein. Þá var tízka á íslandi, að íhaldsmenn sendu syni sína til Þýzka- lands að læra listirnar, og efnilegir stjórnmálamenn frá íhaldinu fóru þangað sér til pólitískrar uppbygg- ingar. Þegar Þýzkaland lokaðist, tóku þeir upj) stjórn- málanámsskeiðin á Heimdalli. Ég hefði ekki trúað því, er ég horfði á ungu dreng- ina á járnbrautarstöðinni með byssur um öxl, að við ættum ekki eftir að lifa það á íslandi, að hópi ungra manna um tvítugsaldur með mentalítet fermingar- í. S. TURGEN'EV: Pjögur augu Við erum tveir í herberginu — ég og hundurinn minn. Hrœðilegt ofsarok þýtur útiíyrir. Andspœnis mér situr hundurinn minn og horfir í augu mér. Ég horfi einnig í augu hans. Það er eins og hann vilji segja eitthvað við mig. Hann er mállaus. orðlaus, hann skilur ekki sjálfan sig; — en ég skil hann. Ég skil, að á þessu augnabliki, í honum, eins og í mér, lifir sama tilfinningin, að ekki er mismunur á milli okkar. Við erum jafningjar; í okkur báðum brennur, — lýsir sami titrandi neistinn. Dauðinn mun koma fljúgandi, veifandi sínum köldu, stóru vœngjum... Og endalokin munu koma yfir okkur. Hver veit eftirá, hvers konar neisti brann í mér og í honum? Nei, — það er ekki þetta. sem fer á milli augna þeirra ... Fjögur jafningja augu eru samtengd hvert öðru ... Og í augum dýrsins og mannsins þrýstir sér óttaslegið hið sama líf að lífi hins. Þýtt úr Esperantó. STARIX. drengja væri sigað úr Alþingi íslendinga með hjálma og kylfur til að berja þjóð sína. Jóhann Hafstein hef- ur verið góður lærisveinn 1939 og enn hetri lærimeist- ari 1949. Jóhann Hafstein ]>arf ekki að öfunda Himmler af neinu. 24 LANDNEMINN

x

Landneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Landneminn
https://timarit.is/publication/893

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.