Landneminn - 01.05.1949, Blaðsíða 21
MARGRÉT G. JÓNSDÓTTIR:
Hún lieitir Sigga, nafnið er mjög algengt hér, en
því miður einnig saga hennar. Ég leigði einu sinni í
húsi þar sem hún var vinnukona og ég kynntist lienni.
Hún var dálítið einmana og ef ég var ein, kom hún
stundum inn til mín á kvöldin, áður en hún fór að
hátta.
Ég get ekki sagt, að mér þætti neitt gaman að tala
við hana fyrst, en svo fór að mig langaði til að kynn-
ast henni. Og það var auðvelt, j>ví hún var bæði hrein-
skilin og létt í lund og sagði mér allt, sem henni datt
í hug. Hún var þá 17 ára. Hún var elzt fimm systkina
og var ættuð úr smáþorpi úti á landi.
Einu sinni kom hún inn til mín og hað mig að
lána sér eitlhvað að lesa. Ég bauð að lána henni ævi-
sögu, sem ég hafði nýlokið við og gat þess að hún
væri bæði fræðandi og skemmlileg, en Jægar hún
heyrði það, vildi hún hana ekki og hað mig heldur um
smásögur. Ástæðuna fékk ég að vita, hún var sú, að
ef hún færi að Iesa langar sögur, gleymdi hún sér
alveg við lesturinn og gæti ekki hætt að lesa. Þetta
hafði tvisvar komið fyrir um veturinn. En vekjara-
klukkur fengust þá ekki í bænum, svo hún varð sjálf
að vakna og vera komin á fætur hálf-átta á morgnana.
Eitt kvöld hafði hún orð á því að hún hlakkaði til
að fara heim um vorið, ég varð hálf hissa og sagðist
hafa haldið að henni þætti gaman að vera í Reykja-
vík. ,,Það hélt ég nú líka fyrst,“ sagði liún, „en ]>að
er svo einkennilegt að vera hér, a. m. k. fyrir vinnu-
konur. Hér, þar sem er svo margt fólk, ert ]>ú og
Stína vinkona mín einu manneskjurnar, sem ég tala
við. Og Stínu hitti ég nú bara á fimmtudögum og ann-
anhvern sunnudag. Og það er ekki ætlazt til að ég sé
að tala við gesti, sem koma hér. En heima er fólkið
allt öðruvísi. Þar þekkjast allir, og þar eru fáir þann-
ig að ekki megi tala við þá.“
Ég sagði henni þá, að hún mætli til að læra eitt-
hvað, hún myndi áreiðanlega hafa mikla ánægju og
gagn af því. Þá komst ég að því, að hún hafði gengið
að því sem vísu, að geta lært á kvöldin í „Námsflokk-
unum“, því þar væri kennslan svo ódýr. Frúin liafði
sagt, þegar Sigga réðist til hennar, að hún gæti verið
laus eftir kl. átta á kvöldin. En ]>að var ekkert skrif-
legt, það hafði Siggu ekki komið til hugar að þyrfti
líka. Og svo varð reyndin sú, að Sigga þurfti „bara
svona að vera við hendina“, þegar gestir komu og svo
að gæta barnanna, þegar hjónin fóru út.
Rétt fyrir jólin bað hún mig að sjá um póstsend-
ingu á peningum fyrir sig, heim til sín. Ég varð undr-
andi yfir hvað þetta var mikið, og spurði hvort hún
eyddi engu af kaupinu sínu. „Ja, ég er nú búin að
vera hér í þrjá mánuði, og hef aðeins keypt mér
tvenna sokka og inniskó og svo farið nokkrum sinn-
um í bíó.“ Ég spurði hana þá, hvort foreldrar hennar
væru mjög fátæk. „Bara eins og gengur heima, en
Gumma hróður minn, sem er 15 ára, langar svo mikið
til að læra eitthvað, en ]>abbi segir, að ekki komi til
mála að hann geti hjálpað honum. Pabbi er sjómaður
eins og flestir heima, og hann hefur nú aldrei einu
sinni haft upp það nauðsynlegasta. Mamma er alltai
heilsuveil og svo hafa þau alltaf þurft að hafa hús-
næði á leigu. En við systurnar, ég og Anna, ætlum
að hjálpa Gumma eins og við getum. Anna er 16 ára.
og hún er núna búin að vera eitt ár í vist.“
Það var stolt í rödd hennar, þegar hún sagði mér
þetta og mér fannst það undarlegt. F.n hún sjálf hafði
ekkert við það að athuga, henni fannst það alveg
sjálfsagt að þær systurnar fórnuðu sér alveg fyrir
bróður sinn, en innilokuðu sína eigin ]>rá til að læra
og njóta lífsins. En þetta er líka eðlilegt, svona er
hugsunarhátturinn almennt ennþá. Það j)vkir sjálf-
sagt að drengir fái að læra, jafnvel þótt þeir hafi
engan vilja á því sjálfir. en stúlkurnar, „]>ær bara
giftast“.
Og í morgun þegar ég las dagblöðin, sá ég í einu
þeirra trúlofunarauglýsingu, sem hljóðaði svo: „Ný-
lega opinberuðu trúlofun sína Sigríður Jónsdóttir og
N. N. sjómaður.“ Svo hef ég víst sofnað aftur út frá
blaðinu. Mig dreymdi þá, að ég var að tala við unga
stúlku, sem ég hélt fyrst að væri Sigga, en hún
sagðist vera dóttir hennar. Það var svo líkt að tala
við hana og Siggu. Hún sagðist strax hafa farið að
vinna í verksmiðju hér í Reykjavík, þegar hún kom
úr barnaskólanum. Og svo segir hún: „En Gumma
bróður minn langar svo mikið til að læra.........“
LANDNEMINN 21