Landneminn - 01.05.1949, Blaðsíða 32

Landneminn - 01.05.1949, Blaðsíða 32
til Noregs aftur. En rauðskinnar þeir sem þessi giftu- snauði trúboðsflokkur hitti í Minnisótu hafa síðan reikað um meginland ímyndunarinnar öldum saman. II. Það liðu næstum fjögur hundruð ár frá því Norð- menn voru að prófa siglingafræðina á gresjum Minnis- ótu þangað til franskir skinnakaupmenn komust vest- ur fyrir Meiravatn, að Rigningavatni og Skógavatni, og loks alla leið að Vinnipeggvatni. Þeir vissu ekkert um landaskipan vestan, norðan eða sunnan þessara endimarka, en höfðu hinar fáránlegustu hugmyndir, og í samræmi við þær túlkuðu þeir á hinn fráleitasta hátt sögur sem þeir heyrðu á vesturleið frá Miðselja- mörk og Eiðinu mikla um rauðskinna sem ættu heima þar útsuður af. Sögumenn þeirra voru einkum Kríur og Asnabaunar. Þeir kváðu rauðskinna þessa hafast við á bökkum fljóts nokkurs sem Frakkar hugðu að vera mundi Vesturelfan, en hún kom þá mjög við munnmælasögur, og mátti ætla að hún rynni þar ekki alllangt undan út í hinn lítt kunna Kalíforníuflóa eða hið enn miður j>ekkta Kyrrahaf. Ef til vill hvarf hún Iíka út í hinn fræga Vestursjó, sem ekki var sama hafa og Kyrrahafið, heldur barst kynslóð fram af kynslóð til og frá um hið ímyndaða landabréf af miðbiki Norðurameríku í samræmi við fáfræði manna -------------------------------------------- Breytt hljómfall £g fór um tímans rauða reginmar að rökkurdjúpsins yztu sjónarrönd, og sökkvandi skip mitt sigldi að týndri strönd um sólarlag — — og ég beið nœtur þar. En aftanroðinn hvítri sólarhönd hreif mig til sín inn í morgunlönd, þar hljómfall lífsins annað óþekkt var. Minn gamli heimur fórst í sjdlfum sér, sökk í eigin gröf, sem veikur reyr, sem gamalt lag, sem líður út og deyr. Ljóð og söngvar þínir hurfu mér. Kaldir og fornir kvistir urðu þeir, og kvœðin gömlu skil ég ekki meir, því hljómfall lífsins breytt og brotið er. Gunnar Dal. og óskadrauma. Kanadarauðskinnar kváðu þjóð þessa vera yfirburðafólk, sem ætti sér borgir og munaðar- fulla menningu. Þetta voru hvítir indíánar, alskeggj- aðir, og í raun réttri ákaflega líkir Frökkum. Árið 1738 lagði séra Andrés dula upp frá búðum sínum við Rauðará og rakst }»á loks á rauðskinna þessa við Missúríflótið, þar sem nú er höfuðborgin Bísmark í Norðurkotsfylki. Þetta reyndust vera Mand- ánar, glaðlynd og vingjarnleg þjóð. Þeir áttu séi engar borgir. Ekki prýddi þá skeggið, né heldur hörunds- fölvinn. Kríur og Asnabaunar töldu }»á menningar- fólk, af því þeir bjuggu í hlýjum, veðurheldur kofum, höfðu vísundahjarðir til veiða, og ræktuðu matjurtir til manneldis og veizluhalds allan veturinn. En Kan- adarauðskinnum var hrollgjarnt og hungursamt á hverjum vetri. Rauðhúðum er svo margt skinnið sem hvítum mönn- um og blökkum. Allir kynflokkar við Missúrífljót of- anvert og frændur J»eirra j»ar fyrir vestan voru hver með sínum hætti. Einstöku maður var með jarpt hár eða jafnvel ljóst, einn og einn með Ijóst hörund, stund- um blá augu. Mandánar voru breylilegastir. Sumir þeirra voru mjög ljóslitaðir, eftir því sem rauðskinn- ar gerast. Jafnvel hvítingjum brá fyrir. Þetta voru ó- blandaðir rauðskinnar. í þeim var ekki vottur af hvítra manna blóði. Menning Jjeirra var óblandin hvítra, og mál þeirra óskylt hverri }»eirri tungu er hvítir menn hafa á mælt. Sögur hvítra manna um fölleita rauðskinna og skeggjaða eru jafngamlar fyrstu sam- fundum Jjessara tveggja mannflokka: kynjasögn þessi digraðist mjög í gerðum i óvitund beggja. Á hinum auðu svæðum landabréfsins, þar sem sjálfsblekkingar- vilji mannsins hefur hvað mest olnbogarúm, gengu sögur af ýmsum ættflokkum hvítum, og J»að löngu áður en landkönnuðir litu þessa staði augum. En eng- inn ættbálkur svalaði eins varanlega áráttu manna í hið ótrúlega og Mandánar. Þeir eru í |»jóðbraut hugar- óra vorra á sama hátt og J»orp J»eirra voru á kross- götum viðskipta og landkönnunar á 18. öld. Nú eru ekki framar til neinir óblandaðir Mandánar, og ættar- skipulag J»eirra leið undir lok fyrir lieilli öld. En þeir Ijá ennj»á trúgirni mannsins ský til að reisa sér úr borgir, og munu halda J»ví áfram um alllangan tíma. Einn og einn bláeygur rauðskinni, stöku maður með börund svo ljósleitt, að það skiptir litum, og alger- lega uppspunnir yfirburðir yfir nágrannana, — þessi atriði nægja til að sannfæra trúaðan mann um að Mandánar séu sá ættflokkur sem þeir hafi blandazt er undan eiga að hafa komizt í blóðbaðinu mikla við Kensington. Mandánar eru sem sé norrænir rauð- skinnar. 32 LANDNEMINN

x

Landneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Landneminn
https://timarit.is/publication/893

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.