Landneminn - 01.05.1949, Blaðsíða 15

Landneminn - 01.05.1949, Blaðsíða 15
norskan dall. jafngamlan, og var síðan bundin við Ítalíu. Það var mikið um dýrðir í bænum. Verndar- dýrlingur staðarins átti afmæli og kirkjuklukkum var ákaft liringt til dýrðar dýrlingnum en ekki Súðinni eins og við höfðum haft í flimtingum. Það fannst fljótt, að hér var fólk með öðrum hætti en á íslandi. Þeir eru kvikir þarna og það er sem húsin bifist með þeim. Þeir brosa mikið. Við nutum þess óvænta heiðurs, að sjálfur dýrlingurinn var boririn í heljar l>rósessíu niður að höfninni til okkar. „0 santa Virgine. jireca per me“, söng skarinn, en dýrlingurinn tók ekki undir, því að hann var úr vaxi. Preláti hélt langa ræðu í gjallarhorn, en mannfjöldinn kraup, allir nema dýrlingurinn, sem var úr vaxi og gat ekki kropið. ekki einu sinni fyrir heilagri Maríu. Þegar kvölda tók litum við upp á landið næst höfn- inni. Hafnarhverfi eru alþjóðlegt fyrirbrigði, einnig í Genoa: Drykkjustofur, hórur, plattenslagarar, fá- tæklingar, beltarar, óhreinindi. Þarna kjaftaði nær hver maður hrafl í ensku, sumir jafnvel skandínavisku. Á einum bar þekkti fólk öll íslenzk skiji sem komið liöfðu til Genoa fyrir stríð og eftir, og nú bættist Súðin í hópinn. Mikið var um dýrðir vegna dýrlingsins og víða skreytt marglitum ljósum. Við sáum alltaf við og við bvar vaxmyndin var borin fyrir fvlkingu, skrýdd pelli og purpura. Prestur söng sálma í gjallarhorn og fjöldinn tók undir. Sumt fólkið var allvel búið, ann- að í tötrum, enginn verulega fínn nema dýrlingurinn. Jafnvel hórurnar komu út af börumim til að signa sig. Sumar vötnuðu músum. Svo fóru þær inn aftur að vinna. Bona sera signori, nice girls upstaires — no? Klukkan er tvö um nótt. Lítill bnokki vindur sér að okkur: „Gimme five lire sailor please!“ Strákur tínir upp stubb af götunni og sýgur með áfergju. „Af hverju ferðu ekki heim að sofa?“ segjum við. „Ég á heima hér, ég sef í portinu.“ Hann trítlar áfram eftir skítugri götunni, berfættur, svangur, óhreinn, í hinni látlausu leit hins fátæka að 5 lírum. — I love you sailor, wanta come with me? Heilög María biddu fyrir mér. Það er gott fyrir fátækan að eiga Maríu, þegar hann á ekki 5 lírur. Aldrei hef ég séð jafnmikla gnólt varnings og í búðum á Itah'u, né jafnfáa til að kaupa hann. Hér er hægt að fá allt sem hugur manns girnist, ef maður á peninga. Heima á Islandi er jiessu snúið við. Það er víst allt í lagi í báðum löndunum. SVEITIN: Það eru fallegar sveitir í Norður-Ítalíu, fjöllótt og Iitauðgi mikil. Einum lslending dettur gjarnan í hug, að hér hljóti menn að vera annað hvort fæddir fagurfræðingar eða vitlausir. Þeir byggja jiorp- in sín og bæi upp um öll fjöll og sum þorpin jafn- vel á fjallstindum, svo fagurt er til að sjá og líklega enn fegurra frá að sjá. Húsin eru hér litríkari en í borgunum og falla einkar vel við landið. Það er sem hvorugt geti verið án annars, liúsin og landið. ELÓRENS: Ég held, að það sé næstum því eins öm- urlegt að vera ítalskur málari á Ítalíu og að vera ís- lenzkt ljóðskáld á íslandi. Afstaða myndlistarmanna hér til hinna gömlu meistara sinna er blandin ámóta minnimáttarkennd og afstaða ferskeytluskáldanna beima til Egils Skallagrímssonar. Það er engin tilvilj- un, að þeir fáu ítölsku myndlistarmenn, sem nokkuð hefur kveðið að á síðari árum, skuli hafa orðið að hrökklasl burt úr föðurlandi sínu. Musso- lini einn á ekki sökina, heldur einnig alger stirðnun á sviði listar. Hér hafa ekki orðið nein umbrot í list síðan á dögum Renesansins. ef ekki er talinn fútúr- isminn, sem var meir í ætt við fjörbrot en bylt- ingu. Það er ömurlegt að sjá, hvað samtíðar- menn impressionistanna frönsku voru að mála á sama tíma og þeir. Ég held, að það verði að leiLa alla leið til Skand- inaviu til þess að finna nokkurn samjöfnuð. LANDNEMINN 15

x

Landneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Landneminn
https://timarit.is/publication/893

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.