Landneminn - 01.05.1949, Blaðsíða 25

Landneminn - 01.05.1949, Blaðsíða 25
Á nœstu fjórum síðum birtum við ofurlítinn útdrátt úr bókmennta- sögunni. — Vafalaust hefur það sitt gildi, ekki aðeins sem skyndi- námskeið fyrir allt það fólk á íslandi, sem enn hefur ekki gefið út neina bók, — en einnig sökum þess, að eftirfarandi grein dreg- ur fram mynd af þýðingarmikilli hlið á menningu vorra tíma. MIKILL RITHOFUNDUR VERÐUR TIL Eftir ALVA JOHNSTON FYRK eða síðar kemur í ljós, að allt fólk er rithöfundar. Reyndu hara að grafa nægilðBa djúpt niðrí hugarfylgsni hvers, sem vera skal, og þú munt uppgötva, að hann liggur á liandritum. Sálfræðingar hyggja vegvillt visindi á þeirri kenn- ingu, að milljónir fólks stríði við vandræði i ástamálum. Örlítið meiri þekking á heimi vorum myndi leiða í Ijós, að þetta fólk stríðir við örðugleika á að verða rithöfundar. Hið mótsagnakennda við ástandið i hókmenntunum er þuð. að á sama tíma og guð og menn eru rithöfundar, vantar rit- höfunda í þúsund-dollara-á-viku-jnhbin og í fimm þúsund doll- ara flokkin. Samkva-mt því, er Pandro Berinan forstjóri R.K.O.-félagsins, segir, getur Hollywood ekki skrapað saman tíundahluta þeirra góðu rithöfunda, sem skortur er á. Tillaga hans til lausnar á þessu vandamáli er, að háskólarnir skuli hætta að hrautskrá fólk handa annarsflokks atvinnugreinum, en í þess stað helga sig algerlega því að afgreiða á bifbandi stórrithöfunda i hæsta verðflokki, en á þeim ev skortur i þúsundatali. Það hefur sýnt sig, uð lög-, læknis- og verkfræði ásamt vis- indaiðkunum yfirhöfuð, eru prýðileg dægrastytting fyrir rit- höfunda. En vorir tímar krefjast beinnar kennslu í rithöfunda- starfi, sem geti gert ungar kontir og menn fær um að takast á herðar þúsund-dollara-á-viku-okið þegar að prófi loknu. Höfuöerfioleikinn við að framkvæma tillögu Bremans er að geta skipulagt námskeiðin og fyrirlestrana. Svo virðist, sem engum hafi enn tekizt að leggja fram þaulhugsaða aðferð til að mennta rithöfunda til starfs síns. Háskólar og mennta- skólar eru ágætir, að því er púnkt og kommu varðar. Frægir rithöfundar hafa víst ekki heldur látið eftir sig mörg ráð eða bendingar handa hyrjendum. Ring Lardner áleit, að spurs- málið væri að velju hlýanta í réttum litum. Anthony Trollope liélt því fram, að ekki þyrfti annað en líma rassinn á buxum rithöfundarins við stólinn, helzt með bívaxi. Goethe þakkaði stóli, sem ómögulegt var að sitja i hvíldarstöðu í, það litla, sem hann fékk komið í verk nm dagana. í öllum þeim kynstr- um, sem rituð hafa verið um dr. Samuel Johnson, er aðeins ltægt að finna eina ])raktíska lífsreglu handa fólki, sem föndr- ar með skriftir, — og þessa reglu lærði dr. Johnson hjá göml- um kennara. Reglan hljóðar þannig: Ef þér finnst þú hafa skrifað alveg sérstaklega góða setningu, strikaðu hana þá út. ÞAÐ er því óhjákvæmilegt að gera allt fagið einfaldara, áður en hægt er að spúa út meisturum hins ritaða rnáls i fjöldaframleiðslu. Það gæti verið ný aðferð til að nálgast við- fangsefnið að taka mesta núlifandi rithöfund sem dæmi og skýrgreina nákva'mlega þá þætti, sem leiddu hann á hátind mikilleikans og frægðarinnar. Sökum skoðanamunar á því, hver sé mesti núlifandi rithöfundur í heimi, er nauðsynlegt að setja upp viss einkenni, sem gera oss kleift að velja úr þennan rithöfund. Þessi einkenni eru: 1. Hve stór er lesendahópur höfundarins? 2. I hvaða mæli hefur honum tekizt að skapa persónu. sem runnið hefur inní meðvitund mannkynsins? 3. Hvaða líkindi eru til, að hann verði lesinn af komandi kynslóðum? Ef dæmt er eftir þessum einkennum, verður Edgar Ric.e Burroughs nr. 1, og engir aðrir rithöfundar koma yfirhöftið til greina. Engin önnur bókmenntapersóna þessarar aldar hefur eignazt þvílíkan skara dýrkenda sem Tarz.an. Tarzan-bækurnar hafa selzt í 30 millj. eintaka. Tarzan hefur sannað langlífi sitt. Fyrsta hókin um apadrenginn kom út fyrir aldarfjórðungi, og í dag er hann vinsælli en nokkru sinni fyrr. Tarzan-bækurnar hafa verið þýddar á 65 tungumál og mállýzkur. Hundruð knattspyrnumanna, glímumanna, hnefa- leikamanna og annarra íþróttamanna hafa hlotið gælunafnið Tarzan. Óvenjustórir skólastrákar hafa í aðdáuninni verið nefndir Tarzan, og þeir litlu eru með hæðnisbrosi kallaðir Tarzanar. Tarzan er það bjarg, sem hið handaríska skattkerfi hvilir á. Gegnum höfund sinn, kvikmyndafélag, teikniseríuumhoð, útvarpsauglýsingar og margskyns aðra réttindahafa horgar apa- drengurinn frá Afríku svo háan skatt, að nægir til nð launa flesta öldungadeildarmenn Bandarikjanna. Burroughs er vafalaust rétti maðurinn til að upplýsa hina LANDNEMINN 25

x

Landneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Landneminn
https://timarit.is/publication/893

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.