Landneminn - 01.05.1949, Blaðsíða 17

Landneminn - 01.05.1949, Blaðsíða 17
BJARNI BENEDIKTSSON frá Hofteigi: Fáein orð um frjálsa hugsun Heimspekingarnir, sem hugðust leysa lífsgátuna ineð rökstreitum einum saman, höfðu margt að segja um frjálsa hugsun. Nútímamönnum finnst fátt til um meginið af þessum bollaleggingum. Hér skal ekki far- ið út á þann hála ís að rekja þessi fræði. Eg fengi vissulega skell á því svelli — sem betur færi. Þesr eins verð ég að geta, að inér sýnist engin frjáls hugs- un vera til — í skilyrðislausri (absolute) merkingu þeirra orða. Ég nefni dæmi: Jón ætlaði að verða sýslu* maður á Seyðisfirði. „Atvik“ höguðu því svo, að hann varð bóndi á Héraði. Nú unir hann því, hirðir ær sínar og kýr og þykist frjáls í hugsun og vilja. En honum skjöplast. Ef hann væri sýslumaður á Seyðis- firði, væri hann nefnilega ekki að hugsa um kýr, og þá mundi hann ekki „vilja“ að ærnar fylltu sig á hnjótunum í dag, heldur væri liann trúlega að hugsa um nýja stjórnarskrá handa Islendingum. Hann er frjáls á sama hátt og fugl í búri: Hann ræður því hvar á rimlunum hann situr þessa og þessa stund- ina, en hann kemst ekki út úr búrinu. En nú bæði ég guð að hjálpa mér, ef ég tryði á hann, því þessi grein átti ekki að vera háspekilegs eðlis, enda skal nú ekki lengra haldið. Þó var þessi inngangur nauð- synlegur. En okkar hversdagslegi — og pólitíski — skilning- ur á frjálsri hugsun er allmiklu jarðneskari en þelta, og öllu girnilegri til fróðleiks. Með frjálsri hugsun meinum við í daglegu tali það, að ekkert persónulegt vald skipi okkur að hugsa svo eða svo, og öðruvísi en skynsemi okkar og tilfinningar kunna að benda okkur til. Með frjálsri hugsun meinum við einnig það, að engir annarlegir aðilar stofni til slíks hávaða eða gauragangs af.einhverju tagi, að við af þeim sökum fáum hugsað okkar hugsanir í friði. í þessari merk- ingu verður þetta orðasamband notað hér á eftir. Nú veit ég ekki betur en borgaraleg menning telji virð- inguna fyrir frjálsri hugsun aðal sitt og höfuðein- kenni. Og víst er um það, að formælendur hennar á vorum dögum, sem eru svo einkennilega settir að vera um leið forvígismenn verzlunareinokunar, ný- lendukúgunar og stríðsæsinga, veil'a hæst við hún flaggi, sem ber áletrunina frjáls hugsun. En einhvern veginn skýtur þessu skökku við. Því að verzlunarein- okun, nýlendukúgun og stríðsæsingar eiga ekki upp á pallborðið hjá frjálsri hugsun, og ])ó er þetla þrennt ennþá ónauðsynlegri forsenda hennar. Enda er hér ekki allt sem sýnist. Og nú skulum við heyra stutta sögu um tvenns konar viðhorf til frjálsrar hugsunar. Aðfaranótt 27. febr. 1948 sat ofanritaður í aftur- sæti bifreiðarinnar R 2424 og stefndi suður á Kefla- víkurflugvöll. Sitt hvorum megin við hann sátu tveir vinir hans að austan. Skyldi annar þeirra fljúga af stað til Noregs um morguninn árla, og vorum við hin- ir að fylgja honuin til flugvélar. Þessa daga voru „atburðirnir í Tékkóslóvakíu“ í hraðri verðandi. Reykvísku borgarblöðin fjögur liöfðu þegar tekið sína afstöðu og jusu hina nýju tékknesku ríkisstjórn rógi og níði, enda brasl þau ekki heimildir frá lygaritur- um vestevrópskra og bandarískra auðvaldsblaða og útvarpsstöðva. Og jungherrarnir í Heimdalli voru þá þegar teknir að æfa baul og önnur bolalæti, ef á þvrfti að halda þegar rökin þryli, eins og á daginn kom. Þessir þrír ungu menn í aftursæti reykvískrar drossíu um nótt þóttust, og þykjast, ekki minni sósíal- istar en heimdellingar íhaldsmenn. Eitt af því, sem okkur bar á góma á leiðinni til herstöðvarinnar, voru stjórnarskiptin í Tékkóslóvakíu. Af vitneskju okkar um pólitísk átök hér á landi, og af mörgum öðrum Iilutum, þóttumst við vita, að Kommúnistaflokkur Tékkíu undir forystu Gottwalds mundi standa óbil- ugan vörð um málstað fólksins, og vorum þvi hlynnt- ir hinni nýju stjórn hans. En við vorum á einu máli um það, að erfitt væri að vita, hvað raunverulega hefð'i gerzt og hvað valdið hafði, að atburðirnir tóku L ANDNEMINN 17

x

Landneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Landneminn
https://timarit.is/publication/893

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.