Landneminn - 01.05.1949, Blaðsíða 34

Landneminn - 01.05.1949, Blaðsíða 34
því að Velsbúar eru yfirleitt dökkir á brún og brá). Og þó að af þeim færi margar sögur, var aldrei ann- ars um þá getið næstu fulla öld á eftir en að þeir hefðu verið uppi einhverntíma í fyrndinni, og þa'i' sannanir sem fyrir því voru færðar voru einvörðungu fornfræðaleifar, orð úr rauðskinnamálum sem hljóm- uðu líkt velsku og hlutu því að vera af velskum stofni, og einkennilegar myndanir í mold og steini. Loks fóru enskir nýlendumenn á austurströndinni að heyra sagt frá hörundsbjörtum kynflokki, sem talaði velsku og væri öllum öðrum rauðskinnum fremri að menningu og þroska. Þessar sögur komust á loft likast til einum mannsaldri áður en Andrés dula fann Mandána við Missúrífljót. Menn rákust öðru hvoru á þá, tvo eða þrjá sér, — því að heimkynni þeirra voru jafnan mörgum dagleiðum vestar, — mæltu við þá á velsku og fræddust um borgir þeirra og listir. En fleiri reistu fróðleik sinn um þá á sögusögn annarra, og kváðu þá jafnan vera næst næsta kynflokk handan við leitið. Hver rauðskinna ættbálkurinn eftir annan var talinn vera velskur: Töskurónar, Dalbúar, Peðverjar, Kóm- antar, og jafnvel Múgamenn, Súnar og Hópar, en þar að auki ýmsir flokkar sem aldrei hafa verið til neins- staðar nema hátt uppi í slæðum kvöldroðans. En nálægt 1780, fjörutíu árum eftir að Andrés dula kom norðan að Mandánum, varð Englendingum og Bandaríkjamönnum ljóst að hinir fölvu rauðskinnar sem varðveittu hina fornu velsku menningu hlutu að eiga heima við Missúríf 1 jótið ofanvert. Nú jukust og margfölduðust allar sögur af þeim hvar sem Vels- búar (eða aðrir Keltar) áttu heima, og innan árs þótt fullsannað að Mandánar væru hinir velsku rauð- skinnar. Fyrsta landabréfið af vestanverðu Missúrí- svæðinu, einmitt hið sama og Tómas Jefferson forseti fékk þeim Levi og Klerki þegar þeir lögðu upp til að finna Vesturelfuna miklu sem hlaut að vera rétt fyrir vestan upptök Missúrífljóts, var gert af ungum manni sem sendur hafði verið gagngert frá Vels til að hitta Mandána, og kenna þá og heita dýrðumprýdda niðja Mádökks konungssonar. Maðurinn hét Jón Efans. Kom hann sunnan að Mandánum árið 1796 og fyllti þannig síðustu eyðu þjóðsögunnar. Hann komst að þeirri niðurstöðu og skýrði svo frá, að Mandánar væru ekki og hefðu aldrei velskir verið; þeir væru aðeins rauðskinnar. Þeir Levi og Klerkur gáfu samhljóða skýrslu árið 1806 þegar þeir komu aftur úr hinni miklu landkönn- unarferð, og höfðu þeir þá einmitt haft vetursetu 1804 —1805 hjá hinum eldfornu, góðlátlegu Mandánum. Nú var hinum velsku rauðskinnum ekki lengur til setunn- ar boðið og urðu þeir að hefja þjóðflutninga sína að nýju. Allt fram til ársins 1865 voru þeir taldir eiga heima hvarvetna þar í suður- og útsuðurhluta landsins sem hvítum mönnum hafði ekki gefizt tóm til að kanna. Það er ekki nema hálft annað ár síðan til þeirra spurðist í Brezku Kólumbíu, og ættu þeir að vera rétt komnir á leiðarenda, því að nú er ekki eftir nema Alaska. En allan þennan tíma hefur Mandánum verið að skjóta upp aftur og aftur hjúpuðum skikkju regnbogans. Þrályndir menn sem urðu að viðurkenna þá staðreynd að Mandánar voru ekki hinir velsku rauð- skinnar, héldu samt áfram að komast að þeirri nið- urstöðu að þeir hafi verið J>að fyrrum og héldu áfram að sanna |>að með haugunum í Ohægjudalnum, einstöku Mandánaorðum sem kynnu e. t. v. að hljóma áþekkt velsku, og öllum hinum gögnunum frá tíma- bilinu mikla. Ceorg Kattalín gekk að minnsta kosti fram af nokkrum hluta heimsins með sönnunum sín- um árið 1841, og jafnan síðan hafa ýmsir fleiri bor- ið fram öðru hvoru sams konar sannanir, svo marga hefur rekið í rogastanz. Það er ekki lengra síðan en árið 1862 að kunnir mannfræðingar töldu sig næst- um sannfærða, og einn af mestu sagnfræðingum vor- uin var ekki alveg laus við að vera sannfærður árið 1880, en annar Jiekktur sagnfræðingur lagði fullan trúnað á þessar kenningar árið 1901. Á fyrstu árum þessarar aldar var lýst yfir Jivi umbúðalaust í mörg- um sögukennslubókum í Bandaríkjunum, að Mandán- ar væru niðjar hinna algerlega skálduðu landnáms- manna Mádökks konungssonar. V. Láttu samt ekki hvarfla að þér í trúleysi þínu og efagirni að Mandánar hafi aðeins verið norrænir og velskir. Árið 1830 birti ungur maður sagnarit sem hann hafði snarað úr ævafornu tungumáli. Ritið segir frá þjóðflutningum einkennilega líkum Jieirra Má- dökksmanna, og í rauninni alveg hliðstæðum þeim, aðeins miklu eldri. Ein Jæssara flutningsþjóða hét Sjardítar. Hún lagði upp frá hinum hrunda Babels- turni árið 2247 fyrir Krists burð, hélt til Miðameríku, dreifðist víða um landið, reisti frægar borgir, kom til Bandaríkjanna og varp haugana í Óhægjudalnum. Mikil borgarastyrjöld varð, og féllu allir Sjardítar í úrslitaorustunni sem háð var utan í lágri fjallshlíð rétt hjá Pálmatröð í Nýjujórvíkurfylki árið 600 f. Kr. En í sama mund gerðust spámaðurinn Lehí og sonur hans Nefí fararstjórr fyrir flokki vesturfara frá Jer- úsalem til Suðurameríku. Þessir síðbúnu ferðalangar dreifðust um hvarvetna, reistu miklar borgir, komust loks til Bandarikjanna og urjiu haugana í Óhægjudaln- Framh. á 38. síSu. 34 LANDNEMINN

x

Landneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Landneminn
https://timarit.is/publication/893

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.