Landneminn - 01.05.1949, Blaðsíða 38

Landneminn - 01.05.1949, Blaðsíða 38
Hindurvitni og hleypidórnar varðandi fund Ameríku. Framhald aj 34. síöu. um. En hópur misendismanna úr þeirra flokki varð viðskila við þá og gerðist svartur á hár. Þannig urðu rauðskinnar til. Og nú fór ugla Mínervu enn á kreik. Árið 385 eftir Krists burð gerevddu rauðskinnar hin- um hvítu frændum sínum Nefítum í mikilli orustu einmitt á sama fjalli hjá Pálmatröð, en hún er ekki mjög fjarri Óhægiufossum, þar sem Mádökksmenn áttu eftir að týna lífinu árþúsundi síðar. Þannig er frá skýrt í MormónaJbókinni sem Jósep Smiður þýddi. En bókin tekur einnig skvrt fram. að ekki fórst Nefítaþjóðin öll í orustunni á Kúmóraf jalli. Nokkrir komust undan. Flóttinn var rekinn og flestir þeirra voru drepnir. En einn slapp bó áreiðanlega, og bann ritaði söguna. Og trúaðir fræðimenn sem telja sig stvðjast við málfræðilegar, fornfræða- og mann- fræðilegar sannanir hafa álitið að einhverjir fleiri hafi flúið langt upp með Missúrífliótinu og numið land í grennd við staðinn þar sem Bísmark stendur. Þið munið að Nefítar komu frá Jerúsalem í upphafinu. Mandánar eru því einnig júðskir rauðskinnar. Hver sá, sem blaðað hefur lítilsháttar í skialasöfn- um hins furðulega mundi telja að saganværi að fremja stórkostlega og fordæmislausa móðgun við mikla þjóð ef hún léti íra að engu getið. Jæia, Mádökkur kon- ungssonur hafði með sér lávarðinn frá Klóksráni. ekki minni íra en nokkurn bann sem hæst hefur talað á þingmálafundum, og líklegt er talið að niðjar hans hafi blandazt afkomendum Mádökks í þorpum Man- dána í þann mund sem Kríur og Asnabaunar voru að lýsa þeim fyrir Andrési dulu. Ef hans hefði ekki --------------------------------------------- Það er þetta íólk — (Skýringar við myndir á 10. síðu). Efri röð, talið frá vinstri: Winston Churchill, Jósep Stalin og Arturo Toscanini, hinn frægi ítalski hljómsveitar- stjóri. Neðri röð, talið frá vinstri: George Bernard Shaw, hinn frægi írski rithöfundur, Vilhelmína fyrrverandi Hollands- drottning og Harry S. Truman. v. - - ’ . r~----------------------------------—-------s Til lesenda. Lesendur blaðsins eru beðnir velvirðingar á því hversu langt liefur nú liðið milli hefta, en til þess liggja ýmsar orsakir, sem ekki skulu raktar hér. — Þetta hefti telst jrrefalt, -—- marz-, apríl- og maíhefti í einu lagi. Það sem á skortir að fjöldi lesmálssíðna samsvari fyllileea Jnem venjulegum heftum, verður bætt upp með stækk- uðum heftum seinna í árganginum. v------------------------------------------\ Gettu nú? Framh. uj hls. 36. GAGNFRÆÐINGAÞBAUTIN. 11 lesendur sendu rélt svar við gagnfræðingaþraut siðasta hlaðs og sögðu, að vísan væri eftir Grím Thomsen. Hér er ein nýstárleg þraut fyrir gagnfræð- inga. í orðinu VERKAMAÐURINN eru 13 stafir. Hvað getið þið myndað mörg nafnorð í eintölu með því að nota þessa 13 stafi að vild? Þó má ekki nota hvern bókstaf oftar en hann kemur fyrir í orðinu verkamaðurinn. Til dæmis er ekki hægt að mynda orðið undur, þar eð u kemur aðeins fyrir einu sinni í orðinu verkamtiðurinn. notið við, væri okkur ekki unnt að koma Irum nær Mandánum en til Nýja Englands. En nýjar rannsóknir hafa fyrir skömmu leitt í ljós Ieifar írskrar miðaldamenningar víðvegar í Nýja Eng- latidi. Okkur er tjáð að írskir munkar hafi á tímabil- inu á milli 5. oa; 10. aldar stofnað klaustur og trú- boðsstöðvar frá Nýhöfn (bar sem beir reistu Sívala- turninn) oz út utn alla Rauðsevju, Massasiusettsfvlki, Nvia Hampskíri og allt norður í Ormafialla- og Mundarfvlki. Einn skíalavörður hér á landi iátar bá biargföstu trú sína. að rannsóknum bessum verði hald- ið áfram unz slóðin verður rakin alla leið að Bísmark, og Mandánar eru orðnir írskir ekki síður en velskir, norrænir og mormónskir. Hann kallar það áhrifamikla staðfestinou á rökvísi jtióðsögunnar og sannfræði jteirra ritninga sem á henni eru reistar. að vestasta ból frlands hins mikla sem enn hefur fundizt í nýja heiminum skuli vera rétt hinum megin í dalnum — ekki nema sex kílómelra frá staðnum þar sem Jósep spámaður fæddist, einmitt sá maður er sagði oss frá Nefítum. Þorvaldur Þórarinsson íslenzkaði. 38 LANDNEMINN

x

Landneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Landneminn
https://timarit.is/publication/893

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.