Landneminn - 01.05.1949, Blaðsíða 5

Landneminn - 01.05.1949, Blaðsíða 5
 - KRISTIAN FRÁ DJÚPALÆK: Freisting Fjandinn upp á fjall mig leiddi. Allar sá hér yfir jarðir. — Fegurð þess mig ungan seiddi. akra sána, feitar hjarðir. útsýn þaðan allar greiddi Þarna unnu þrœlar barðir œviraunir manns. — þœgir handtak hvert. Og hann bauð ég eiga mœtti Konungsríki, œra. auður allt, sem nokkurs virði þœtti. er þeim gott, sem hefur snauður íélli ég að fótum hans. ólar að sér hert. — Víst er slíkum vandi að neita Var hér ekki óskadraumur vinarboðum, góðir hálsar. allra vaskra drengja að rœtast? eins þó séu andskotans. — Hvað myndir þú hafa gert? henni ljóst, að hér var ætlunin að yfirbuga hana í eitt skipti fyrir öll. Venja hana af þeirri ósvir.nu að vilja sjálf hafa hönd í bagga með hvað gerðist i iandi hennar, við hver kjör hún lifði í framtíðinni, eða hvaða tungu hún talaði. Islenzka yfirstéttin hafði nú tekið sér fyrir hendur að vinna það verk sem Dönum hafði ekki tekizt á 7 öldum, að kenna íslendingum að bera virðingu fyrir ofbeldinu, og reiddi vöndinn undan hin- um ameríska pilsfaldi, sem hún var nýlega skriðin undir. Það varð orusta við Austurvöll. Hinn borðalagði yfirnazisti stóð í dyrum Alþingis og eggjaði menn sína í nafni frelsis og lýðræðis. Undirforingjarnir göfugu hétu á hina bandarísku gjafmildi og hrein- lífið á Keflavíkurflugvelli. Hinir óbreyttu börðu kon- ur, gamalmenni og börn. — En svo fór sem jafnan fyrr. Er íslendingar voru ofbeldi beittir, hörðnuðu þeir við hverja pláguna, og nú tóku þeir mannlega á móti. Eftir nokkrar mínútur neyddist lögreglan til að bjarga þessari hugrökku sveit með eitri og ólyfj- an. Það voru rislágir menn, sem grátandi skreiddust til herbergja Framsóknarflokksins, í Alþingishúsinu. Orustunni lokið. — Kommúnistar eru vondir menn. Þeir þekkja ekki samúð með hræddum ráðherra, og samkvæmt Köstler drepa þeir börn. Þeir forsmá gjafir frá góðum mönn- um og kunna ekki að meta samning um frelsi sitt og lýðræði. — Þar að auki eru þeir gírugir til fæð- unnar. — Það ætti að vera augljóst, að slíkir menn erú bezt geymdir bak við lás og slá. 30. marz var óneitanlega gerð heiðarleg tilraun í þá átt. Frá þeim degi hefur „réttvísin“ á íslandi verið einskonar sendi- tík Heimdallar. Heimdallur hugsar og skipar, rétt- vísin hleypur og framkvæmir. — Ekki skortir komm- únista svo sem glæpi til að afplána. — Einn á há- talara, öðrum var lyft. til að horfa yfir mannfjölda. hinn þriðji særðist í gasárás lögreglunnar. Slíkt kost- ar fimrn daga á Skólavörðustíg 9. En að vera ekki sá maður, sem mynd birtist af í Morgunblaðinu, kost- ar þrjár vikur. Kona og börn svelta heima — hvað varðar réttvísina um það? íslenzka æska! í dag stendur þú á krossgötum. Þú átt að velja þér framtíðarveg. Leiðirnar eru tvær, og einu sinni voru þær greinilega merktar. Nú hafa vegvísarnir verið teknir niður. En í staðinn er komið við vegamótin kylfubúið lið. Það hrópar til þín, hátt og án afláts, og hefur sjónhverfingamenn sér til að- stoðar, en kylfuna ef allt um þrýtur. Á þeim vega- mótum er staðreyndum snúið við, — þú skalt því vara þig. — Kylfulið og trúðar lofa þér gulli og grænum skógum, og útbýta gjöfum. Við veginn liafa þeir flug- völl. Þar fást ávextir, tyggigúmmí, nylonsokkar og whisky, óblandað, og kostar ekki annað en að þú brjótir örlítinn odd af oflæti J)ínu. Það er ekki til mikils mælzt, og kostar þig ekki fé. En undir þessari gildru er gryfja. Dýpra spillingarforað en þú hefur áður þekkt. Þar sem tunga ])ín og sjálfsvirðing sekk- ur til botns, en nakinn líkami þinn er flevttur ofanaf leðjunni, og hagnýttur á dýrslegasta liátt, við inann- blót tuttugustu aldarinnar. — Og síðast en ekki sízt, deyfilyfið fræga. Auglýsingar í glítrandi ljósum og litum, sem tilkynna þér um frelsi J>að og lýðræði, er ])ú styður og styrkir á þessari braut. — En, æ sér gjöf til gjalda, segir íslenzkt máltæki. Það skyldir })ú hafa í huga, þegar ])ú velui þér veginn. LANDNEMINN 5

x

Landneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Landneminn
https://timarit.is/publication/893

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.