Landneminn - 01.05.1949, Blaðsíða 26

Landneminn - 01.05.1949, Blaðsíða 26
130 þúsund rithöfunda Bandaríkianna um bað, hvernig þeir eigi að skrifa. Ævisaga hans a iti að vera byrjenda- kennslubók handa rit- höfundaefnum. Megin- reglurnar í ritmennsku- ttppfræðslu, eins og hægt er að sníða þær samkvæmt reynslu Bur- roughs, eru eftirfar- andi: 1. Vertu vonsvikinn í lífinu. 2. Allt, sem þú hefur ltyrjað á, verður að hafa misheppnazt. 3. Líf þitt verður að vera svo grátt og leiðinlegt, að þú sért viðþolslaus. 4. Fyrirlíttu siðmenninguna. 3. Lærðu ekki neins konar orðsins list. 0. Lestu lítið. 7. Skrifaðu ekkert. 3. Þú verður að hafa hversdagslegan hugsunarhátt og yfir- borðssmekk, er nálgist sem mest smekk hins Iesandi fjölda. 9. Forðaztu sérhvert það efni, sem þú hefur nokkurt vit á. BURROGHS hafði í 15 ár verið vanlaunaður launþegi og smáverzlunarmaður með heppnina á móti sér, áður en hann hafði skrifað eitt orð, sem talizt gæti til „fagurbókinennta". Hin- ir miklu örðugleikar á að sníða háskóla- menntun í ritmennsku eftir aðferð hans eru í því fólgnir að geta þjappað saman á fjögurra ára tímabili öllum þeim leiðin- legheitum, vonbrigðum og ósigrum, sem tók Burroughs 15 ár að renna niður. Tvítugur að aldri gerðist Burroughs kúskur; síðan réðist hann að gullþvotti í Oregon. Um tíma var hann lögregluþjónn við járnbrautarstöðina í Salt Lake City. Ennfremur þrælaði hann sem bókhaldari, skrifstofuþjónn og umferðasali. Æðsta staða, sem honum blotnaðist, var sem for- stjóri hraðritunarskrifstofu Sears-Roebuck-magasínsins í Chi- cagó. Þar eð hann var lipur starfsmaður, var hann aldrei rekinn. Sem ólæknandi lesandi auglýsinga um lausar stöður, kbmst hann hvað eftir annað í stöður, sem voru ekki alveg eins góðar og þær, sem hann hafði áður haft. 1 ofanálag á þetta var hann ætíð reiðubúinn til að slá sínum eigin blánk- heitum saman við blánkheit einhvers annars manns, ganga í félag við hann um fyrsta, barnalegasta og gráðugasta draum- inn um auðæfi. Eitt sinn slógu Burroughs og einn félagi hans saman reit- um sínum, samanstandandi af engum höfuðstóli, engri reynslu og engum samböndum, og settu á stofn auglýsingaskrifstofu. Fyrirtækið misheppnaðist. Eina reynslan, sem Borroughs hafði aflað sér i sölutækni, var sú að hafa verið vísað á dyr af húsmæðrum, sem hann reyndi að troða í Fyrirlestrum Stoddards „komplett". Á grund- velli þessarar reynslu samdi hann bréfskóla í sölutækni. Er nemendur hans höfðu stundað námið bréflega í nokkrar vikur, skyldu þeir staðfesta kunnáttu sína verklega. Lítið partí af alumíníumpottum var sent þeim, með skipun um að ganga hús úr húsi og selja þá. Peningana áttu þeir síðan að senda til aðalskrifstofunnar. Nú taldi Burroughs og félagi hans, að þeir væru orðnir milljónerar. Þá dreymdi um sjálfa sig sem alúmíníumkóuga f liásæti potta- og pönnuiðnaðarins, komna þangað með aðstoð dyrasölumanna, sem borguðu kennslugjald fvrir að fá leyfi til að selja við útidyr. — En nemendurnir hurfu allir sem einn, þegar verknámið átti að hefjnst. Flestir stungu af mcð bæði potta, pönnur og peninga. BURROUGHS-fjölskyldan hafði verið rík, þegar Edgar var í æsku. Þegar hann gekk í gagnfra:ðaskólann, hafði hann 150 dollara á viku í vasapeninga. En fjölskyldan hafði misst eignir sínar. Og öll þau ár, sem hann var verzlunarmaður, komst hann ekki uppí þær tekjur, er hann hafði í gagnfræðu- og menntaskóla. Tvisvar sinnum neyddist hann til uð veðsetja muni fjölskyldunnar til að hafa á borðið handa konu sinni og börnum. Ófarir hans sem verzlunarmanns voru svo algerar, að hann varð að leggjast svo lágt að hafa ofan af fyrir sér við að skrifa ráð og vísbendingar um, hvernig fólk ætti að fá heppnina í lið með sér í viðskiptalífinu. Fyrir þrjátíu árum hét biblía verzlunarmannsins „System- Magazinc of Efficiency“. Blað þetta vann brautryðjendastarf í þvi að innleiða línurit og uppdrætti. Margir fjáraflamenn dýrkuðu stígandi og lokkandi línurit og flókna uppdrætti sem trúarleg tákn. Þeir trúðu því, að of þeir einblindu nægilega lengi á þessi leyndardómsfullu teikn. hringa og ferhyrninga, mundi tap snúast í gróða. Ný viðskiptavinaþjónusta var innleidd við blaðið. Gegn 50 dollara uppha'ð á ári gátu verzlunarmenn skrifað blaðinu svo oft sem þeir vildu og þegið sundur- liðuð ráð við fjáraflavandamálum sínum. Burroughs var ráðinn til að gefa þessi ráð. Frá morgni til kvölds sat hann hok- inn við skrifpúlt sitt og gaf kóngum og prinsum verzlunarlífsins skrifleg ráð. Ilann notaði orð, sem brikti í af fjáraflavís- dómi, en voru þó of þokukennd til að iðnaðarherrarnir gætu farið eftir þeim. Burroughs hafði lireina samvizku, og sú mara hvíldi sífellt á honum, að ef liann dytti oná að skrifa ráð sín í skiljanlegu formi, mundi það óðara setja viðskiptavin- ina á hausinn. BURROUGHS kemst fyrst i snertingu við bókmenntirnar árið 1911. Það var gegnum samband, er hann hafði við Aloóla, lækningaraðferð gegn alkóhólisma. Það var engum vafa bund- ið, að Alcóla læknaði alkóhólismann, en meðlimir Viðurværis- eftirlitsins tóku þá afstöðu, að verri hlutir fyrirfyndust en alkóhólismi, og bönnuðu sölu á Alcóla. Eitt af verkefnum Burroughs í Alcólafyrirtækinu var að setja auglýsingar um vöruna í vikublöðin. Ifann keypti blöðin til að fullvissa sig um, að auglýsingar hans væru prentaðar. Ifann fyrirleit skóldsögur og ævintýri, en þegar hann leit yfir auglýsingarnar, komst ósjólfrátt sumt af lestrarefninu inn fyrir sjónvídd hans. Ilonum varð svipað við og sagt er um Jonathun Swift undir sams konar kringumstæðum, þegar hann hrójiaði: „Það er þó ómögulcgt, að nokkur lifandi manneskja hafi skrifað svona bölvaða dellu!“ Næsta hugsun Burroughs var, að úr því þetta væru bók- menntir, hlyti hver og einn að geta orðið rithöfundur, ef 26 LANDNEMINN

x

Landneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Landneminn
https://timarit.is/publication/893

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.