Landneminn - 01.05.1949, Blaðsíða 14

Landneminn - 01.05.1949, Blaðsíða 14
Italíubréf I' li A K .1 A R T A N I G U Ð J Ó N S S Y N I LISTMÁLARA Þrír ungir listamenn, sem allir hafa veriS kynntir hér í Lundnemanum, þeir Jóhannes Jóhannesson, Vultýr Pétursson og Kjart- an GuSjónsson, dveljast nú í Florens á Ítalíu. Sá síðastnejndi sýnir okkur þá velvild aS senda blaSinu þessa myndskreyttu grein, þar sem hann m. a. lýsir jcrSinni stiSur og fyrstu dögum á ítalíu. Væntanlega megum viS eigu von á fleiri slíkum jrá honum. |>egar liann Jónas kom til mín og bað mig um að skrifa Landnemanum eitthvað frá væntanlegri Ítalíuför okkar þremenninganna, fór ég strax að fá áhyggjur: Hvað í ósköpunum gæti ég nú sagt eða skrifað, sem fengur væri í að lesa. Ég er ekki ennþá kominn að neinni niðurstöðu, en þar sem þeir skarf- arnir Valtýr og Jóhannes liafa einnig borið þessu við, sé ég ekki annað, en að ég verði að láta slag standa og rembast við að skrifa eitthvað. SÚÐIN: Þegar Súðin gamla lagði á stað aftur eftir áfallið forðum, tók varla hetra við. Þegar komið var meir en 60 mílur út af Vestmannaeyjum og, að J>ví er við héldum, út úr öllum brotsjóum, gerði það dóma- dags veður, að mér datt ekki í hug, að slíkt hefði áður sézt „í manna minnum“. Við fórum að spyrja sjálfa okkur, hvað í ósköpunum ungir menn á kjarnorkuöld væru eiginlega að álpast sjóleiðis milli landa og hét- um því að gera slíkt aldrei framar. Aldrei hefði ég trúað því, að öldurnar á sjónum gætu verið svona stórar. Það reyndist lull erfht að bera sig mannalega, að hugsa ekki um hnúta eða áföll, kjafta með, Picasso og Matisse ■—, nei, kvenfólk og kvennafar dreifði hug- anum hvað mest frá myrkrinu og Jjess- um kolsvörtu hlussum úti. Ætli það sé til aumara kvikindi á jarðríki en land- krabbi í 12 vindstigum úti á sjó? Ég hélt ekki. Svo fór hann að lægja og þá lagaðist það. Það varð ekkert erfitt að bera sig mannalega og kjafta um Matisse og Picasso. Það galdraði meira að segja einhver fram skozkt viskí. Hann var dálítið hvass í gær, drengir, — já, andskotans ruddi — og Súðin ruddist von bráðar upp í 7 mílur. Á J>rem vikum getur eitt lítið skip orðið lalsvert stór heimur. Ég þekki ekki aðra sjómenn en íslenzka, en ég hygg að J>að sé vandfundinn betri félagsskapur. Sjómönnum hefur oft verið brugðið um vafasamt orð- bragð, en ég hygg, að það séu ekki margir uppi á landi, sem vita, að um borð í skipi er sá talinn ótínd- ur dóni, sem lætur hjá líða að segja „verði ykkur að góðu“, um leið og hann sezt að matborði. Einhvers staðar er kannski gamall þegjandalegur náungi, og svo, ef rætist úr honum, kernur í Ijós, að hann kann að segja frá sjóferðum á seglskipum suður um Ka]> Ilorn, næstum því eins fjarlægt ævintýr fyrir ungan mann í dag og reisusögur Jóns Indíafara. Má og vera, að maður hitti ungan ævintýramann, sem er nývaxin grön, en hefur siglt í skipalest til Murmansk og kann skil á senorítum í Rio. Það er sagt að skip hafi sál. Já. J>au liafa sál meðan menn sigla á þeim. Strax og kom suður fyrir England gerði blíðu slíka. að útsynningur með éljagangi, sá, er Suður- nesjamenn þekkja bezt, varð að fjar- lægum óraunveruleika. Biskayaflói er stundum kallaður líkkista sjómanna. Þá eru fslandsmið sannkallaður líkbrennslu- ofn. Nú var flóinn eins og dúnsæng. Við lágum snöggklæddir á framþiljum og nutum þeirrar einu tegundar leti, sem fylgir ekkert samvizkubit. Það voru Baskar að veiða þarna. Þeir voru langt úti, en bátarnir opnir. Hart fólk Bask- arnir, hvernig skyldi þeim líka við Franco? GENOA: Við komum lil Genoa um nónbil. Brosandi borg Genoa. Súðin gamla hlammaðist með heljar skell á 14 LANDNEMINN

x

Landneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Landneminn
https://timarit.is/publication/893

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.