Landneminn - 01.05.1949, Blaðsíða 8

Landneminn - 01.05.1949, Blaðsíða 8
þar þýzkir menn eða þýzksinnaðir, og var borgin um tíma í alfaraleið og hrein gullnáma. Bændur áttu sér hámenningu og má enn sjá merki hennar í bvgging- arlist. Á eyjunni eru 94 kirkjur. Valdemar Atterdag kom liði á land árið 1361 og barðist við bændur eyjarinnar, en borgarbúar sátu hjá. Lauk orustunni fyrir utan borgarmúrana og féll þar marg- ur góður bóndinn. Þar féllu líka unglingar og gamalmenni, sjúkir og bæklaðir, því allir sem vett- lingi geta valdið höfðu farið með í bardagann. Eftir að Valdemar Atterdag hafði látið greipar sópa, valt á ýmsu um hag eyjarskeggja. Vm- ist voru þeir undir óstjórn sjó- ræningja, ævintýramanna, Dana eða Svía. Það er til mynd af Valdemar Danakonungi, þar sem hann situr á torgi, en bæjarbúar leggja fjársjóði sína í stór öl- ker sem á torginu standa. Eng- inn Gotlendingur má þessa inynd ógrátandi 1 íta. Margt er skrítið og skemmti- legt á Gotlandi. Hér drýpur smjör af öðru hverju strái en syk- urmoli af þriðja hverju strái. Gróðurinn er líkastur því sem var á steinkolatímabilinu, sæll- ar minningar, og jafnvel lengra aftur. Hér vaxa mestmegnis gróplöntur, barrté oy lág- vaxnir einirunnar, sem eru þó það hávaxnir að ég þekki þá ekki aftur sem slíka, hnippi í förnaut minn og snvr: „Hvaða gróður er þetta?“ „Ýlustrá," svarar hann. Hér vaxa fleiri tegundir af brönugrösum á litlu svæði en í allri Svíþjóð, svo ekki ætti að vera vandi að fá sér undir koddann. f Ivstjnrarði brífst tré frá Japan, sem ekki dangast í Suður-Evrópu. svo er lofts- lagið milt. ist Valdemar forðum, þá hann tók skalt af borgarbú- um. Sögn er að hann hafi komið þangað áður dul- búinn, trúlofazt dóttur gullsmiðsins, forkunnarfagurri, og fengið bana til að opna fyrir sér borgarhliðið. Eftirá gerðu bæjarbúar aðsúg að gullsmiðsdótturinni, settu hana inn í einn turninn og múruðu fyrir. Þaðan má heyra stunur og and- vörp enn þann dag í dag. Þó kom ný rödd út úr turnin- um þegar maður nokkur ætlaði að færa unnustu sinni heim sann- inn um sögnina á dögunum. Hann fór með hana út að Jung- frúarturni en þaðan heyrðust stunur sem blönduðust báru- gjálfrinu og nóttinni, þar til röddin kom: „Ég styn ekki vit- undarögn lengur nema ég fái krónkall í viðbót.“ Margt er einkennilegt í Visby. Þar er lægsta hús í heimi. Lág- vaxið fólk horfir niður á það, þegar það gengur framhjá. Þar bjó gömul kona sem dó úr hungri, af því að húsið var svo lágt, að hún gat ekkert eldað sér nema pönnukökur. Ferðafélagið sýnir mönnum dá- semdir staðarins, þarámeðal 17 kirkjurústir. Menn verða hálf- þreyttir, þegar þeir skoða þær all- ar samdægurs. — Fylgdarmaður minn er alltaf að söngla eitthvað sér til dægrastytt- ingar, og ég nem það. Það er gamall barnaslagari: „Skoða kirkjur, skoða kirkjur, og svo snúa þeir sér í bring.“ Múrinn, húsin, rústirnar og jafnvel gömul grind- verk hafa rósir útum sig öll. Það er svo mikið af rósum, að þeir hafa rósablöð fyrir göturusl. Ég spyr fylHdarmann minn, svona til hugdreifingar, hvort hann þekki þessi blóm. „Auðvitað,“ svarar hann, „þetlo eru ýlustrá.“ Ferðafélag er í Visby, sem er stærsta borgin, og sér það um ferðii um evjuna og bæinn sjálfan. Innan múrsins eru rústir 17 kirkna frá miðöldum, allar byggðar úr sama gráhvíta kalksteininum og múrinn er byggður úr, og augnagaman eins og liann. Þar sem íslendingar eiga sagnritun, eiga Gotlendingar bygg- ingarlist. j Á múrnum eru turnar og hlið. Um eitt jæirra rudd- Fáro liggur í norðri, og er sund á milli hennar og aðaleyjarinnar. Það er hrjóstrug eyja, þar sem féð gengur mestmegnis úti. Kalla jieir ána lamb en lambið lambunga á Jiessari fjáreyju. Ströndin er slæm og verða þar oft skipstöp, svo að eyjarskeggjar lifðu mikið á skipsránum auk kvikfjárræktar. Þeir skreyltu húsin sín mjög viði úr skipunum. Kvöldbæn Fjáreyjar- kvenna var á þessa leið: „Gefðu að skip strandi á rifinu, svo að karlarnir geti farið út að ræna.“ Og 8 LANDNEMINN

x

Landneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Landneminn
https://timarit.is/publication/893

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.