Landneminn - 01.05.1949, Blaðsíða 33

Landneminn - 01.05.1949, Blaðsíða 33
III. Þeir hafa ekki verið norrænir í meira en tuttugu ár. En þeir tóku að gerast velskir fyrir einum hundiað og sjötíu árum. Sú saga fer með okkur ennþá Iengra aftur í tímann heldur en leiðangur Páls Knútssonar sem á að hafa reist turninn í Nýhöfn. Hún hefst á Mádökki konungssyni frá Vels. En um hann er eig- inlega ekkert annað kunnugt en að honum hafi þótt gaman að sjóferðum og veiðiskap. Hans heyrist ekki getið fyrr en á dögum Elísabetar drottningar, þegar landvinningastefna Englands tók að beinast að nýja heiminum. Og til uppbótar tómlæti sínu og svifasein- læti í þessum efnum, var hentugt að geta sagzt hafa uppgötvað Ameríku á undan Kólumbusi. En eftir það hélt Mádökki konungssyni áfram að skjóta upp hvar- vetna á landi heilaspunans. Mádökkur uppgötvaði nýja heiminn árið 1170, seg- ir sagan, og leizt honum svo vel á landkosti að hann sneri aftur til Vels, réði þar þrjú þúsund landnema til vesturfarar og fluttizt sjálfur alfari til Ameríku. Það er þessi síðari för sem allt er á reist, og sælkerar hins ótrúlega liafa sannarlega margs konar hnoss- gæti úr að moða. Landnámsmennirnir eiga að hafa komið til Ameriku eiginlega hvar sem er: í Nýja Englandi (enginn hefur þó til þessa eignað þeim Nýhafnarturninn, en það er einhver vís til þess strax í fyrramálið), í Norðurkarólínu, á Vestureyjum, á austur- og vesturströnd Blómaskagans, í ósuin Missis- ippi, á Júkantanskaga og víðar á Mexíkóströndum og Panamaeiði, á norðurströnd Suðurameríku og Brasilíu- strönd. Frá ölluin þessum lendingarstöðum lögðu land- námsmenn Mádökks upp til að stofnsetja stórfenglega menningu. En allar leiðir lágu þó um síðir til Missis- ippídalsins. Sennilega var hernám Mexíkó glæsilegast af öllum afrekum Mádökks, en þar stofnaði nýlenda lians hina miklu Astekamenningu, og Mádökkur gerðist sjálfur hinn livíti guð Kvestalkóatli. En í lians nafni gafst Montezúma upp fyrir öðrum hörundsbjörtum land- vinningamanni sem Kort hét, hálfri fjórðu öld seinna. Mádökksmenn sköpuðu einnig Mæamenninguna, og annað hvort liann sjálfur eða eftirmaður hans brá sér til Perú að stofnsetja Inkamenninguna. Mádökks- menn voru hraust og framtakssamt fólk. Þeir dreifð- ust um norðurhluta Suðurameríku, Miðameríku alla, þokuðust norður eftir Mexíkó, og ruddust loks inn í hina iniklu óbyggð sem við köllum nú Bandariki Norðurameríku. Þeir héldu upp með Missisippífljót- inu og þræddu sig austur með ánni Óliægju. reistu borgir og urpu þar hina meiri og minni hauga sem verið liafa siðan hvítir menn litu þá fyrst næstum Kveldsól Þegar sól á sumarkveldi sígur hœgt að gullnu djúpi, verður sál mín öll að eldi, eins og veig af himnum drjúpi. Eftir tœrum loftsins leiðum, líður angan þúsund blóma. Innst í mínum huga, heiðum, hlýir tónar stafa ljóma. Hjarta mitt er mœtti þrungið, margar bjartar vonir lýsa. Ot er lífsins lótus sprungið, leiftur þess mót himni rísa. Lárus S. Einarsson. eins dulrænir og dáleiðandi fvrir sanna trúmenn og sjálfur turninn í Nýhöfn.En á þessum stað er sennilegt að hugarburðurinn á austurleið liafi hitt sig sjálfan fyrir á vesturslóð, því að eins og ég gat um áður er hugsanlegt að Mádökksmenn hafi lent á áustur- ströndinni og leitað þaðan upp í landið. Svo mikið er víst að velskir fylltu Bandaríkin allt frá Atlantshafi að Missisippí af kynjasögum sem lifa hér enn. IV. Allar menningar eldast og þreytast — ugla Mínervu fer á kreik þegar kvöldar, segir Spengler — og þegar fylling tímans var komin, hlutu Mádökksmenn að þola den untergang des abendlandes. Hraustari, hörunds- dekkri og framsæknari rauðskinnaflokkar þrengdu að þeim og minnkuðu lönd Jieirra eins og þá er Gautar sóttu að Rómi. Að lokum féllu leifar hetjuþjóðar- innar, sem var ekki orðin nema þrjátíu þúsund sálir, í einum allsherjar Ragnarökum hjá Óhægju-fossum, þar sem nú stendur Hlöðvisbær í Blágrasafylki. En þó ekki alveg allir. Nokkrir komust undan úr orust- unni, flýðu ofan Óhægju, komust loks alla leið að Vesturelfunni og sigldu upp eftir henni langar, lang- ar leiðir. Heimurinn lieyrði fyrst getið um Mádökk og hina sigursælu birtinga lians árin 1583 og 1584. (Ekki var sú dásemdin sízt að þeir skyldu vera Ijóshærðir, LANDNEMINN 33

x

Landneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Landneminn
https://timarit.is/publication/893

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.