Landneminn - 01.05.1949, Blaðsíða 37

Landneminn - 01.05.1949, Blaðsíða 37
r a b b v----------------------------------------------------------------------------j Það er íslenzkt elliheimili í Mani- tol)a. Austurendi þess snýr að stöðu- vatni, og hinumegin við vatnið er skóglendi. Gömlu vesturfararnir sumir halda að þarna séu fjöllin á íslandi. Þeir silja á sviilunum frá morgni til kvölds og spyrja tíðum hvort báturinn fari ekki hráðum að koma. - Sálarþróttur þessa fólks er að mestu kulnaður eftir ævinnar mörgu hret. En neðst í hlóðunum brennur þó enn sú glóð, sem í u])])hafi hlaut tendruu svo voldugra afla, að hún gelur aldrei slokknað. Það er þessi glóð sem veldur því, að öldruð aug- un stara án afláts yfrá ströndina hinumegin við kanadíska vatnið, þar sem grænir skógar liafa fengið á sig mynd blárra fjalla; — og þaðan hlýtur ísland á hverri stundu að senda bál eftir börnunum sínum. — Og þessi glóð lifir í hjörtum okkar allra. Við tilheyrum öll þeirri fjölskyldu sem kallast Islendingar, og þessi glóð fylgir Glóðin fylg- ættinni. Hún fylgir ir œttinni. ættinni einsog blám- inn fylgir fjöllum ís- lands og gerir J)au íslenzk. — Þú vinnur kannski við heyskap í fjar- lægu landi, og það er ekkert gaman að eiga frí af ])ví Mývatnssveit er svo langt í burtu. Ung íslenzk stúlka segir frá ]>ví, hvernig hún stóð eitl fagurt kvöld í blíðu veðri á suð- rænni strönd og horfði á sólarlag- ið, en varð svo skyndilega gripin óróakennd yfir því að þetta var ekki sólarlagið í Reykjavík. Ungur ís- lenzkur maður sat í hópi félaga sinna á skemmtistað einum í er- lendri stórborg, annars hugar og ekki með í þeim mikla glaum og gleði, sem leiknustu listamenn létu samkomunni í té. Félagarnir spurðu hann undrandi, hverju ]>etta sætti. Hann kvaðst einu sinni hafa geng- ið á Heimaklelt. Þótt þú Þarna var að verki langförull sú hin gamla glóð, legðir..... sú hin sama glóð sem hrærði hjarta skáldsins þegar það orti: — Þótt ]>ú langförull legðir / sérhvert land undir fót, / bera hugur og hjarta / samt þíns heimalands mót. — Jú, það finnast að vísu þeir íslenzkir menn, sem gerzt ltafa svo langför- ulir, að hugur þeirra og hjarta glat- aði svipmóti heimalandsins. En það er ekki fyrr ]>á sök. að þeir hafi gerzt svo langförulir um víðáttur hnattarins. Það er fyrir þá sök, að þeir hafa gerzt svo langförulir um víðáttur móralskrar spillingar, þar sem stefnan miðast ekki við önnur kennileiti en auðsöfnunarmöguleika og metorða. Á þeim víðáttum vill- ast menn fljótt og glata hinu ís- lenzka svipmóti hjarta síns, og það eins ]>ó ])eir hafi aldrei útfyrir land- steinana komið. — Undantekn- En þessir menn eru ingar, sem undantekningar sem staðfesta staðfesla regluna um regluna. okkur hin, staðfesta regluna um að vera íslendingur. Að vera íslendingur. það er að finna glóðina brenna í brjósti sér, glóðina sem í gegnum kúgun, eymd og þjáningar þúsund ára liefur haldið áfram að brenna. hversu svo sem hret á ýmsum öld- um ullu kulnun hið efra í hljóðun- um, glóðina sem er ábyrg fyrir því, að enn dafnar fastmótuð menning og þjóðerni í þessu litla landi norð- urvið heimskautabaug, glóðina sem í upphafi hlaut tendrun svo vold- ugra afla að hún getur aldrei slokkn- að: Að vera íslendingur, það er að elska land sitt um- 30. marz fram allt. — Á síð- síðastliðinn. ustu árum hafa þeir atburðir gerzt, sem gætu leitt af sér endalok íslenzks þjóðernis. Þróun þeirra atburða náði hámarki, þegar aðild íslands að Atlantshafssáttmálanum var sam- þykkt á Alþingi 30. marz síðastlið- inn. Og þróuninni réðu nokkrir þeir íslenzkir menn, sem siðferðilega eiga sér ekki önnur kennileiti en ])ersónulegan auð og metorð, ís- lenzkir menn sem hafa glatað liinu upprunalega svipmóti hjarta síns. — Ég sagði að þessir atburðir gœtu leitt af sér endalok íslenzks þjóð- ernis. En gera þeir það? Er hægt að buga íslenzkt þjóðerni? — Á næstu árurri verður það heilagt verk- efni okkar allra að svara neitandi þessari spurningu. Við hljótum — Ekkert skal fá að sigra. bugað íslenzkt þjóð- erni, heldur skal dugur þess eflast við hverja raun. Slíkt mætti vera kjörorð þeirrar bar- áttu sem framundan er. Og í þeirri baráltu verðum við öll að standa saman, hverja skoðun sem við ann- ars kunnum að liafa í pólitík og fjarlægum þjóðum. Já, í þeirri bar- áttu hljótum við að standa saman, því við tilheyrum öll einni og sömu fjölskyldu, að vísu erjusamri fjöl- skyldu, en engu að síður góðri og mætri fjölskvldu, þeirri fjölskyldu sem kallast íslendingar. — Og við hljótum líka að sigra. — Það er vegna glóðarinnar sem gengur í ælt- inni. LANDNEMINN 37

x

Landneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Landneminn
https://timarit.is/publication/893

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.