Landneminn - 01.05.1949, Blaðsíða 12

Landneminn - 01.05.1949, Blaðsíða 12
meti orð biblíunnar mikils,“ sagði prófastur og liallaði sér heimamannlega upp að veggnum með hendur í vösum. „Og frjálst er honum fyrir mér að vera hlut- laus í stjórnmálum.“ Háðsmaðurinn á Leirfelli reis u]>p þó að prófastur hefði ekki tekið sér sæti. En þegar prófastur sá það, settist hann. „Nú hef ég sagt mína skoðun, eins og maður í lýð- frjálsu landi,“ sagði ráðsmaðurinn á Leirfelli. „En aðrir geta haft sína skoðun.“ Hann settist. Prófastur reis á fætur. „Og þar með látum við málið vera útrætt, en hver og einn getur haft á því sína skoðun. Það mun vera bezta úrræðið.“ Hann settist. Káðsmaðurinn á Leirfelli þurrkaði sér um ennið á snjóhvítum vasaklút og klemmdi saman varirnar. Kirkjuathöfninni lauk og söfnuðurinn vissi, að nú var ekki von fleiri tíðinda. Menn horfðu á eftir prest- inum, þegar hann gekk til dyra, en allir virtust hika við að taka á sig þá ábyrgð að standa fyrstir á fætur. Þá tók prófaslur hatt sinn og gekk fram kirkjugólfið. Hann hlaut að vita, hvað við átti, og menn fóru hik- laust að dæmi hans. Prestur gekk rakleitt að hesti sínum og Iagði við hann beizli. Nokkrir bændur tíndust til hans, heils- uðu honum með handabandi og fullvissuðu hann um, að fóðurmeistarinn á Leirfelli hefði ekki talað fyrir munn þeirra eða annarra sóknarbarna. Prestur svaraði fáu en var þóttalaus í viðmóti að vanda. Einhver bændanna hafði tekið sér fram um það, sem einnig var þýðingarmikið, farið til húsfreyjunn- ar og mælzt til þess að hún byði prestinum inn. Hugs- azt gat, að hann ætlaði heim án góðgerða. Húsfreyja gekk út á hlað. Hún var holdguri en aðrar konur þar í sveit og gekk í styttri kjólum. En hver var að hugsa um aðra eins smámuni á slíkum degi? Prestur þáði kaffið. Kirkjugestir settust til borðs. Káðsmaður kúabúsins á Leirfelli sat næstur prófasti, og prófastur hélt uppi samræðum með gamansögum. Var það ekki draumur, allt þetta, sem menn þótt- ust hafa séð og heyrt í Leirfellskirkju fyrir lítilli stundu síðan? Ósköp og skelfing var hún Hallbjörg á Leirfelli feit, og blöskrun var að sjá, hvað mann- eskjan gekk í stuttum pilsum. Þingmaðurinn kvaddi ráðherrann og steig inn í bíl- inn. Allt í einu mundi ráðherrann eftir einhverju, opnaði bílhurðina og sagði við þingmanninn: „Og gleymdu ekki að taka í lurginn á hænsninu þarna á Leirfelli, svo að hann gali ekki í tíma og ótíma. Góða ferð.“ Arnfinnur þingmaður reið lieim að Leirfelli. Það undraði engan, og sízt Steindór fóðurmeistara. Hann gekk út að hliði og leysti með viðhafnarsvip kaðal- spottann, sem grindin var bundin með. Þingmaðurinn steig af baki. Þeir höfðu sézt fyrr. Arnfinnur Sigurðsson alþingismaður hafði getið um Steindór ráðsmann og fóðurmeistara á Leirfelli í ferða- pistli, sem birtist í viðkomandi flokksblaði. . „Heill og sæll, samherji,“ sagði ráðsmaðurinn og rétti fram hönd sína. Þingmaðurinn afþakkaði kaffi, kvaðst ætla að ná sem lengst fyrir kvöldið. „Ég þurfti bara að tala við þig örfá orð.“ Ráðsmaðurinn á Leirfelli hleypti brúnum í myrkri alvöru og hóf skýrslu sína um pólitískt ástand kjör- dæmisins. En þingmaðurinn virtist áhugalaus og jafn- vel óþolinmóður. Að lokum tók hann fram í: „Heyrðu, kæri vinur. Við höfum frétt af þér kyn- legar sögur. Menn segja, að þú hafir vakið hneyksli við guðsþjónustu.“ Ráðsmaðurinn á Leirfelli leil ósmeykur á samherj- ann og sagði hátt og skýrt: „í stefnuskrá flokksins stendur, að við styðjum þjóðkirkjuna, svo framarlega hún sé frjálslynd. En ])resturinn hérna er ekki frjáls- lyndur, heldur mjög bókstafsbundinn.“ „Tekurðu stefnuskrána svona bókstaflega,“ spurði þingmaðurinn öldungis forviða. „Heldurðu að okkur sé ekki andskotans sama, hvað prestarnir prédika? Við höfum það bara fyrir keyri á andstæðinga okkar, að þeir séu á móti trúnni. En satt að segja höfum við grætt lítið á því. Fólk hefur svo lítinn áhuga fvrir trú- málum. Við segjum líka, að ákveðnir flokkar séu fylgj- andi ósiðlegum bókmenntum. En þú getur ímyndað þér, hvort allir menn hafi ekki löngun til að syndga, hvaða flokki sem þeir fylgja. Þetta hefur þó reynzt sæmilega í áróðri, eins langt og það nær. Það er nefni- lega öllum metnaðarmál að teljast vel siðaðir menn. Og heldurðu ekki að andstæðingar okkar Ijúgi á okkur lýtum og skömmum öðru hvoru?“ „Er þá öll stefnskráin yfirskyn?“ spurði ráðsmaður- inn fokvondur. En samherjinn var bráður líka. Menn heyrðu háreysti utan frá hliðinu. 12 LANDNEMINN

x

Landneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Landneminn
https://timarit.is/publication/893

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.