Landneminn - 01.05.1949, Blaðsíða 9

Landneminn - 01.05.1949, Blaðsíða 9
lýkur hér frá Fjárey að segja, en útum allt Gotland Jiafa fundizt myndskrúðugir steinar, höggnir fagur- lega og litaðir. Á þá eru ristar sögur af bardögum og sjóferðum; á yngri steinunum eru rúnir. Óvitað er hvaða tilgangi þeir hafa hlýtt, en þó má ráða rúnir t. d. af Kylversteininum. Þar stendur: Hier mun stanta stain at merki biertr a biergi in bro furir. (Hér mun standa steinn að merki, bjartur á bjargi, en brú fyrir). Svosegir í Gutarsagan,að landið hafi verið orðið of fjölmennt, og því hafi eyj- arskeggjar skotið á þing og dregið um þriðja bvern mann, er reka skyldi úr landi. Þeim var ekki Ijúft að yfirgefa eyjuna sína og bjuggust j)ar fyrir og reyndu að verjast, en urðu að hrökklast burt. Fóru j)eir víða, allt niður í Miklagarð. Gotland er nú svo vel víggirt, segja þeir, að skyldi svo ólíklega vilja til, að fjandaher kæmist inn á strönd og yfir þær tálman- ir, sem bar eru, kemst enginn nema fuglinn fljúg- andi yfir þær ógnarvíggirðingar sem eru í landinu miðju, þær stöðva bvern sem er. Ekki kemur að sök, að gömlu virkin standa ennþá, þótt þau séu ef til vill sumpart hulin vatni. Fjölmennur túristahópur leitar til Gotlands á sumr- in, og á sá hópur hvergi inni; er auk þess sjóveikur á leiðinni. Veit enginn, hvernig það kann að fara. Það er álit margra Gotlendinga, að Valdemar Atter- dag sé orsök hrörnunar- tímabilsins, sem kom eftir að eyjan hafði verið mið- stöð verzlunar og siglinga á miðöldum. En fróðir menn vita, að hrörnunar- tímabilið hafði jægar þá haldið innreið sína. Hatrið á Valdemar Atterdag er þó svo rammt, að gestur sem hvergi á höfði sínu að að halla, þarf ekki annað en tala nokkur illmæli í garð hins látna Danakonungs og fær hann þá strax inni. þrátt fyrir húsnæðisvand- ræði, ef hann þá ekki notar sér það bragð að segjast vera íslendingur og vera þá tekið tveim höndum. Eyjarskeggjar munu fara nærri um, hvenær heims- endir verður. Vatn er á eyjunni, og liggja úr því vatni 7 skurðir til sjávar. Þegar þeir hafa allir fyllzt, verður heimsendir. Einn er þegar fvlltur. — Svo mörg voru þau orð um eyjuna, sem var uppi um nætur en sökk um daga, en J)að er dagur nú og hvar værum við. .. . ? lnnan Visby-múrsins eru rústir 17 kirkna frá miböldum, þ. á m. þessar rústir af kirkju heilags Nikulásar. DRÍFA VIÐAR er fædd í Reykjavík 5. marz 1920; dóttir Karínar og Einars Viðar. — Hún lauk stúd- entsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík voriS 1938. Næsta vetur lagSi liún stund á norrænunám viS Háskólann, en aflaSi sér jafnframt nokkurrar leiSsagnar í málaralist hjá Jóni Þorleifssyni. ÁriS 1943 gaf hún sig alveg aS málaralistinni, sigldi til New York og stundaSi þar nám í 2 ár, m. a. hjá hinum þekkta franska málara Ozenfant. — Einnig fór hún viSar um Bandarikin. Frá Bandaríkjunum kom hún aftur 1945, og ár- iS þar á eftir sigldi hún enn, að þessu sinni til Parísar. Naut hún nú aftur leiðsagnar frægs fransks málara; stundaði Drífa ViSai nám hjá Léger, þar til árið 1947, að hún fór til Stokkhólms, en þar hefur hún dvalizt siSan. Drífa giftist fyrir tveim árum Skúla Thoroddsen lækni, sem dvalizt hefur nokkur ár í Stokkshólmi aS fullnuma sig i augnlækningmn. Þau hjónin eru væntanleg heim í sumar eSa haust. — Islenzkir útvarpshlustendur kannast vel við Drífu Viðar, síðan hún annaðist harnatimann ásamt Jór- unni, systur sinni, pianóleikara. — Og þess er raun- ar skemmst að minnast, að i barnatímanum á jólun- um nú í vetur var leikið eftir hana leikritið „Búkolla". Annað barnaleikrit eftir hana hefur veriS leikið hér opinberlega, „Grámann í Garðshorni“. LANDNEMINN 9

x

Landneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Landneminn
https://timarit.is/publication/893

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.