Landneminn - 01.05.1949, Blaðsíða 29

Landneminn - 01.05.1949, Blaðsíða 29
I KRINGUM 30. MARZ Manneskjan er sér þess sjaldan meðvitandi, er örlagastundir ber að’ höndum, og framtíðin er jafn- an ein til dóms um verk hverrar kynslóðar. Oft er |)ó hægt að' grilla útlínur afleiðinganna, sem stigið spor hefur í för með sér, og svo er um afleiðingar þess verknaðar, sem 37 íslenzkir alþingismenn frömdu 30. marz s.l. Þeta mál verður þó ekki tekið til neinnar sérstakrar athugunar á þessum vettvangi, — en minnzt á örfá minni háttar atriði, sem gerðust í sambandi við af- greiðslu þess, og sem liúast má við, að framtíðin muni geyma, en ekki gleyma. Einna tíðræddast hefur mönum orðið um kinnhest jiann, sem reykvísk skólastúlka rétli Stefáni digra, er liann í skjóli táragass skreið út úr Alþingishúsinu eftir óhappaverkið 30. marz. Þótt fáir væru sjónar- vottarnir, barst fregnin um verk ]>etta eins og eldur í sinu og var á örfáum mínútum komin út um allan bæ. Málgögnum Stefáns Jóhanns var lengi vel tregt tungu að hræra um atburð þennan, og reyndu með alls konar rósamáli að breiða yfir hvað skeð liafði. Hét þetta fyrst „tilraun til líkamsárásar“, sem lög- reglan þó hindraði með því að „lyfta stúlkunni inn í Alþingishús“. Öðru hvoru slapp þó orðið „kiuuhestur" inn i blöð- in fyrir trassaskap Jieirra, er vernda áttu heiður Stef- áns Jóhanns. Loks svipti svo íhaldskvennafél. Hvöt huliðshjálminum af öllu saman með því að samj)ykkja tillögu, sem vílti „fólskuverkið, er stúlkau sló í and- litið á forsætisráðherranum“. Sama daginn sem samþykkt ]>essi birtist í Morgun- blaðinu, ritaði V.S.V. ákaflega tragiska lýsingu á Jrví, sem fram hafði farið við dyr Alþingishússins. Hefði hann auðsjáanlega betur verið kominn á Hvatarfund- inn til að leiðbeina konunum við vítingarnar. Kveður hannkommúnista 2 hafa æpt er Stefán Jó ogÁsgeir Ás- geirsson gengu út úr Alþingishúsinu: „Stefán Jóhann. Drepum. Drepum.“ Síðan hafi grjóthríðin dunið á kempunum. Til allrar hamingju hafði Ásgeir þó skjala- tösku sér til hlífðar, en Stefán því miður ekki svo mikið sem rakvélarblað. Varð’ honum þó ekki meint af, en um leið og hann skeið inn í bifreiðina vildi svo óheppilega til, að vasaklútur stúlkunnar frægu straukst við öxl forsætisráðherrans. Eins og flestum mun kunn- ugt, kostaði þetta stúlkuna sólarhrings fangelsi. Dýr myndi Hafliði allur. Væri mér næst að halda, að slík gersemi væri betur geymd undir loku og lás en í lífs- hættu á almannafæri. Þegar pistill j)essi er ritaður, er pálmasunnudagur nýlið'inn. Er hann m. a. haldinn hátíðlegur til minn- ingar um innreið Jesú frá Nasaret í Jerúsalem. Innreiðir höfðingja í borgir voru oft stórir við’burð'ir á sinni tíð'. Við’ Islendingar höfum verið’ lausir við slíkar hátíðir til þessa, þar til nú um daginn, að ein slík inreið átti sér stað, j>ó með nokkuð annarlegum hætti væri. Venjulegast hafa íbúar hinnar lánsömu borgar safnazt saman við götur þær, er höfðinginn ók um, og honum verið sýnd ýmis vinalæti, sem vottur um tryggð og traust fólksins. Hefur nú á síðustu tím- um J)ótt fara vel á því, að höfðinginn æki í opnum vagni og veifaði hattinum sínum brosandi í allar áttir. En hér var hafð’ur annar háttur á. Þrír af valdamestu mönnum J)jóðarinnar voru að koma úr skyndiför til Bandaríkjanna, — J)ar sem J)eir kváðust hafa „tryggt öryggi og sjálfstæði tslands“. En „enginn er spámaður í sínu föðurlandi,“ hafa J)eir hugsað og búizt við litlu J)akklæli umbjóðenda sinna hér heima, sem þeir álitu 90% þjóðarinnar, er þeir áttu viðtöl við blöð vestra, — enda gerir fjar- lægðin fjöllin blá og mennina mikla. En hvað’ um það. Það þurfti hvorki meira né minna en 5 bíla og um 10 vaska lögregluj>jóna til að flytja gersemar þessar lifandi, landleiðina frá Keflavík til Reykja- víkur, — og var það þó gert að' næturlagi. Slík þótti hættan af morðingjum og illræðismönnum á einum fjölfarnasta þjóðvegi þessa lands. E. LANDNEMINN 29

x

Landneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Landneminn
https://timarit.is/publication/893

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.