Unga Ísland - 01.12.1947, Síða 10
8
heyrt. Þeir sögðust ætla að hlusta á hana aftur, hvað oft
sem hún syngi. Og þeir komu aftur, og fleiri og fleiri bætt-
ust við. Síðasta skiptið, sem hún söng, komust miklu færri
að en vildu, og alltaf fór fögnuður áheyrenda vaxandi. Það
var alveg hætt að kalla hana Engel Lund eða fröken Lund,
allir kölluðu hana Göggu, eins og hún hafði verið kölluð,
þegar hún var lítil stúlka í Reykjavík. Gagga varð vinur
allra, sem hlustuðu á hana. Þeim fannst þeir þekkja hana
og fór að þykja vænt um hana. Og það var auðfundið, að
henni þótti líka gaman að vera hér og syngja fyrir íslend-
inga. í apríl fór hún aftur til Englands, því að hún var
ráðin til að syngja þar nokkurum sinnum í maí. En hún
kom aftur í júní, ferðaðist um Norðurland, Vesturland og
austur yfir fjall og söng þar á ýmsum stöðum og tvisvar í
Reykjavík. Hún var hér fram í október, og þrátt fyrir allar
rigningarnar á Suðurlandi undi hún sér svo vel, að hún átti
bágt með að slíta sig héðan.
n.
Það er ekki auðvelt að lýsa söng, eða tónlist yfirleitt, með
eintómum orðum, og ég hef litla þekkingu til að skrifa um
þá list. En það er bót í máli, að ég hef blaðað í því, sem
mér fróðari menn í mörgum löndum hafa skrifað um Göggu,
svo að ég þarf ekki að treysta einungis á minn eigin smekk.
Og auk þess er það fleira en söngurinn, sem hægt er að
segja frá.
Nú skuluð þið hugsa ykkur, ef þið hafið ekki hlustað á
Göggu, að þið sitjið í einhverjum sal og bíðið eftir, að söng-
konan birtist uppi á pallinum. Og þarna kemur hún. Gagga
er mjög há, nokkuð þrekin og samsvarar sér vel. Hún er í
svörtum kjól, eins einföldum að sniði og skrautlausum og
framast getur orðið. Hún heldur á örþunnum, bláleitum
silkiklút og söngskránni, sem hún leggur á flygilinn hjá sér.
Nú búizt þið við, að píanóleikarinn, sem kemur inn með