Unga Ísland - 01.12.1947, Síða 83
73
gerir óvini að vinum, læknar böl stríðsæsinganna og er und-
irstaða friðarins. Einungis menningarleysi og dólgsháttur
þess skapa stríð. Takmark allrar menningar er bræðralag,
mannúð og friður.------
Þannig er hin ítalska þjóð sterkari í starfi menningar,
tækni og lista. Þar sem vopnin tapa, vinna friðsamir verka-
menn sigra, byggja upp og endurreisa með ötulum vinnu-
brögðum kunnandi handa eyðilagðar borgir og eyðilögð at-
vinnutæki, rækta upp umturnaða akra, og smátt og smátt
hefur allt nýskapazt og sólin tekið við, og þar sem áður
voru auðnir ráða rósir, blóm og vínviður ríkjum.
Það er ekki unnt fyrir þjóð, sem er í eðli sínu mannúðleg
og gædd snilldarhæfileikum til hverskonar starfa, að vera
stríðsþjóð. Það er hægt að æsa menn upp í svip, fylla sálir
þeirra hatri og mannvonzku, en aðeins í svip. Þess vegna
þreytast Italir á stríðum og fá að heyra af vörum böðla
sinna að þeir séu ekki stríðsmenn. ... En skyldi ekki þessi
manntegund, sem sigar þjóðum og einstaklingum saman,
bráðum verða útdauð á jörðu okkar, skyldi ekki sólin neita
slíkum mönnum um ljós sitt? Skyldi ekki þessi fornaldar-
ófreskja með Kainsmerkið hætta að verða hæst tignuð
manntegund, skrýdd heiðursmerkjum og titlum, í skraut-
legum einkennisbúningum? Er hún ekki ósamboðin 20. öld-
inni, framtíðinni og æskunni? — Er hún ekki ennþá döguð
uppi? — Er ekki atom-öldin með eilífðar drauminn að ræt-
ast, og er ekki manntegund þessi ósamboðin návist henn-
ar? ... Einasti óvinur atómorkunnar er þessi manntegund
■— og jarðarbúar geta valið milli þess, að útrýma honum,
eða að hann útrými þeim — og valið ætti að vera auðvelt.
En sólin skín, og þessir skuggar fylgja ekki henni. ...
Draumahorgir djarfra hugsjónamanna líða fram hjá eins
og svipir, gondólar Feneyja líða hægt og hljótt yfir lygnan
fjörðinn, inn á milli húsaraðanna inn í fylgsnin þar sem
sagan hvíslar og sólin skín. — Allt liður fram hjá, þegar