Unga Ísland - 01.12.1947, Qupperneq 22
12
seldu apótekið, fóru aftur til Danmerkur og keyptu þar
annað o. s. frv. Þeir voru hér gestir, og fáir muna nú eítir
neinum þeirra.
Einn af þessum gestum hét Michael Lund og var hér á
árunum 1899—1911. Hann var ungur maður, þegar hann
kom hingað, og er enn á lífi í Danmörku. Hann þótti góður
lyfsali og góður maður. Þau hjónin eignuðust hér marga
vini, en flestir þeirra eru nú úr sögunni, og yngri kynslóð-
irnar hafa varla heyrt þau nefnd. Samt urðu merkilegar af-
leiðingar af dvöl þeirra í Reykjavík. Systir frú Lund, fröken
Georgia Hoff-Hansen, trúlofaðist ungum íslenzkum stúdent,
Sveini Björnssyni, og það atvikaðist svo, að hún varð fyrsta
forsetafrú Islands. Og árið eftir að þau apótekarahjónin
settust að í gamla timburhúsinu, sem þá var Reykjavíkur
Apótek og stendur enn við Austurvöll á horni Thorvald-
sensstrætis og Kirkjustrætis, fæddist þeim dóttir, sem var
skírð Engel og kölluð Gagga og ég hef verið að segja ykkur
frá.
Þó að þau apótekarahjónin lærðu bæði talsvert í íslenzku,
var þetta vitanlega danskt heimili. Þar var töluð danska,
alltaf gert ráð fyrir að fara aftur til Danmerkur, og Gagga
var látin ganga í Landakotsskólann, þar sem mestallt var
kennt á dönsku. Hún lærði samt íslenzku. af íslenzkum
stúlkum, sem voru í húsinu, og af krökkum á sínu reki.
Þau Henrik bróðir hennar, sem var tveimur árum yngri en
hún og kallaður Dengsi, töluðu alltaf íslenzku sín á milli.
Litlu stúlkunni í Apótekinu þótti ákaflega gaman að vera
á Islandi, en henni hefði sjálfsagt þótt gaman að lifa, hvar
sem hún hefði verið. Hún var stundum á sumrin á Eyrar-
bakka, kom einu sinni til Þingvalla, en sá annars elckert
af landinu nema það, sem sést úr Reykjavík og er reyndar
ekki svo lítið. Og hún vissi í rauninni ekki um, hvað hún
var að eignast, og því síður, hvað var að eignast hana, fyrr
en hún var komin burtu. Þá urðu endurminningarnar frá