Unga Ísland - 01.12.1947, Síða 91
Halldór Kiljan Laxness:
Einkezmilegir steinar
íslendingum hefur löngum þótt gaman að einkennileg-
um steinum. Ef við sjáum einkennilegan stein úti á víða-
vangi, staðnæmumst við til að virða hann fyrir okkur. í
næstum hverri landareign eru slíkir steinar, klettar eða
drangar, hraunkarlar eða myndanir í fjalli, formið talar til
okkar sterku dularfullu töframáli, sem við getum ekki út-
skýrt í fljótu bragði, en skiljum þó. Sumir einkennilegir
steinar eru ekki stærri en svo, að við getum haft þá heim
með okkur undir hendinni, eða jafnvel stungið þeim í vas-
ann. Svona steinn þarf ekki altént. að vera merkilegur til
þess hann gleðji okkur, oft töfrar einfaldasta formið okkur
mest, holur steinn eða íbjúgur*, eða með gati í gegn, steinn
með mátulega fjarlægri líkingu manns, dýrs eða skips; og
svo framvegis; einkennileg viðarkrækla, skógarnýra, undar-
lega vaxin kartafla eða rófa gleður okkur á sama hátt.
Þessi ánægja, sem menn hafa af lagi hlutanna, er venju-
íega kallað „að hafa vit á list“. Sá maður, hvort hann er
barn eða fullorðinn, sem hefur ánægju af einkennilegum
steinum, hann hefur vit á list. Myndhöggvarar eru menn,
sem fengið hafa þeirrar listar að'gera einkennilega steina.
Allir náttúrlegir menn hafa vit á list, ekki sízt börnin,
en margir spillast á smekk, þegar þeir fullorðnast og fara
að lesa allskonar kenningar um rétt og rangt form; eða
einhverja speki um að mynd eigi að vera stæling og helzt
spegill einhverra annarra hluta; slíkt rugl skilur ekkert barn
°g enginn náttúrlegur maður. Þessi spillti smekkur lcrefst
bess, að steinn sé eins og maður, eða lagleg stúlka, eða eitt-
P’íf/a íxlaml.
6