Unga Ísland - 01.12.1947, Side 37
27
fyrir, blés í lúðurinn með alvörusvip embættisins. Bóndi
var eklci heima, en húsmóðirin, snyrt-ileg og fjörleg kona,
leiddi okkur í stofu. Heimilið var einstaklega þolckalegt.
Okkur reyndist hreinlæti „á þessu stykki“ með bezta móti^
og fjarri því, að Hornstrendingar væru að því levti eftir-
bátar annarra landsmanna. Einu vonbrigðin á okkar ágæta
ferðalagi voru að verða ekki varir við neina „forneskju“.
Sveitafólkið var gestrisið, glaðlegt og notalegt, og ekki
einkennilegra í tali en gerist og gengur á Vestfjörðum.
Tíðindi flytjast byggða á milli, jafnvel á þessum hjara
veraldar. Það þótti fréttnæmt. á Búðum, að prestsins væri
von að Rekavík með Djúpbátnum, til þess að skíra barn.
Við furðuðum okkur því minna en ella á því, hve húsmóð-
irin var vel birg af kökum með mjólkinni. Það var annars
ekki hlaupið að því að ausa barn vatni á þessum slóðum,
því að prestinn þurfti að fá frá ísafjarðartanga. Að réttu
lagi var prestssetrið á Stað í Aðalvík, en kallið var prests-
laust. Það var ekki heldur fyrirhafnarlaust að jarðsyngja
mann; það kostaði m. a. nokkurra kluklcustunda ferð með
kistuna á mótorbát til Aðalvíkur, næsta kirkjustaðar, þann-
ig að útgjöldin gátu slagað hátt upp í tildurjarðarför í höf-
uðstaðnum.
Bóndasonur í Rekavík flutti okkur yfir Hornvík, ásamt
póstinum. Við fengum hagstæðan byr og notuðum segl.
Thoroddsen við stýrið og fórst það vel úr hendi.
Nú var komið að Horni, höfuðstað Hornstranda. Við
leituðum gistingar hjá Frímanni bónda Haraldssyni, Stígs-
sonar, er lengi bjó þar við rausn. Á Horni voru 4 eða 5 bú-
endur, enda talsvert grösugt undirlendi. Auk þess stund-
aður sjór, og hlunnindi að i'ugla- og eggjatekju. Frímann
var maður fjörlegur og dugnaðarlegur, smiður góður á báta
og hús og jarðræktarmaður. Lét þá um vorið plægja allstórt
land og sá í það höfrum, sem voru farnir að koma upp.
Bjuggust við ekki við slíku norður við heimskautsbaug.