Unga Ísland - 01.12.1947, Blaðsíða 99
89
aftur?“ spurðu þau eftirvæntingarfull. — „Hver veit“, sagði
hann, kinkaði kolli og fór.
Þeim i'annst bezt að lesa á meðan hann væri í burtu; en
enginn gat það, — þau urðu að tala um björninn. Þau komu
með getgátur um, hvernig farið hefði; Hannes veðjaði við
Óla , að riffill Lárusar hefði brugðizt og björninn ráðizt beint á
hann. Knútur litli frá Stað hélt að illa hefði farið fyrir öllum;
og telpurnar voru á hans bandi. En þarna kom Þorvaldur.
„Við skulum fara!“ sagði hann um leið og hann hratt
upp hurðinni, og hann gat varla talað. „En kennarinn?“
spurðu sum. — „Fjárinn hafi hann! Björninn, björninn!“
og hann gat ekki meir. — „Er búið að skjóta hann?“ spurði
einn ofur lágt, og hin þorðu varla að draga andann. Þor-
valdur sat og kastaði mæðinni, stóð loks á fætur, fór upp
á bekkinn, sveiflaði húfunni: „Við skulum fara! segi ég, ég
tek alla ábyrgð á mig!“ — „En hvert eigum við að fara?“
spurði Hannes. — „Það er búið að bera stærsta björninn
uiður eftir, hinir eru eftir. Níls hefur slasazt, því að riffill-
Jnn hans Lárusar hitti ekki, og birnirnir réðust beint á þá.
Pilturinn, sem var með, bjargaði sér með því að fleygja
ser kylliflötum niður og láta sem hann væri dauður, og
hjörninn snerti hann ekki; strax og Lárus og Níls höfðu
fellt sitt bjarndýr, skutu þeir á hitt. Húrra!“ — „Húrra!“
hrópuðu öll, drengir og stúlkur, og upp af bekknum, út um
dyrnar og af stað var þotið yfir holt og hæðir til Bæjar,
ems og enginn kennari væri til í veröldinni.
Telpurnar kvörtuðu brátt undan, að þær gætu ekki fylgzt
'Oeð, en drengirnir tóku þær á milli sín, og sprettinum var
haldið. „Gætið ykkar að snerta hann ekki“, sagði Þorvald-
Ur; „stundum kemur fyrir, að björninn lifnar við aftur“. —
»Vr það satt?“ spurði Marit. — „Já, þá rís hann upp í
nýrri mynd, þið skuluð þess vegna gæta ykkar“. Og þau
þustu áfram. „Lárus skaut tíu sinnum á þann stærri, áður
en hann féll í valinn“, sagði hann aftur. — „Hugsa sér! Tíu