Unga Ísland - 01.12.1947, Síða 48
38
list sína við dálætið, sem áhorfendur höfðu á hinni léttari
tegund hlutverka, heldur tók að vinna að erfiðari hlutverk-
um og samboðnum hæfileikum sínum.
A 25 ára leikafmæli sínu, 30. janúar 1918, valdi frú
Stefanía að leika Mögdu í Heimilinu eftir Sudermann. Hún
lék hlutverkið í fyrsta sinn 1902 að áeggjan Bjarna frá
Vogi en oft síðan og var hún Bjarna „innilega þakklát fyrir
Mögdu“ eins og hún sagði sjálf. (Mbl. 30. jan. 1918). En
leiðbeinendur hennar báðir voru ekki síður þakklátir leik-
konunni fyrir samstarfið og hinn mikla skerf, sem hún hafði
rétt íslenzkri leiklist. Einar H. Kvaran segir frá samstarf-
inu í minningarriti um leikkonuna:
„Ég naut þeirrar ánægju að vera í samvinnu — stundum
mjög náinni samvinnu — við hana um nokkur ár. Auk
þess sem ég stóð um tvö tímabil fyrir æfingum leikendanna,
lásum við stundum hlutverk hennar saman í einrúmi. Það
er við slíka samvinnu að auðveldast er að fá glöggan skiln-
ing á listamönnum leiksviðsins. Þá er reynt að komast —
ég gæti sagt — inn í sjálfa sálina í hverri setningu, að gefa
henni nákvæmlega þann hljómblæ, sem henni heyrir til, og
láta henni fylgja þau svipbrigði, sem eðlilegust virðast. Ég
gleymi aldrei þessum stundum með frú Stefaníu. Ég gleymi
því aldrei, hvað hún var skilningsgóð og gáfuð. Ég gleymi
því aldrei, live beygjanleikinn var mikill, hæfileikinn til að
gera allt nákvæmlega eins og okkur kom saman um. Og
ég gleymi aldrei sjálfstæðinu, sem þá kom fram í listareðli
hennar, er alltaf fór vaxandi, eftir því sem þroskinn elfd-
ist“. I afmælisgrein í Vísi 3. febrúar 1918 gerir Bjarni frá
Vogi nokkur hlutverk frú Stefaníu að umtalsefni og liann
segir: „Með aldri og æfing hefur frúin lært að beita enn
meira afli og þunga en áður, þótt vel tækist í fyrsta sinn
(Magda), og að kafa dýpra í sitt eigið hugarfar til þess að
safna þeirri glóð, sem fylgja verður orðum og athöfnum,
ef þær eiga að ná alla leið inn í hugskot áhorfenda“.