Unga Ísland - 01.12.1947, Síða 32
22
á glugga annars manns og raslca svefni að óþörfu. Við virt-
um fyrir okkur liúsin og bæina. Það reyndist svo, að félagi
minn vissi jafnlangt nefi sínu. Hann fann á sér, að senni-
lega mundi Hannes eiga heima í húsi einu í útjaðri þorpsins
og römmuðum við tilsagnarlaust á réttan stað.
Sem betur fór, þurftum við ekki að vekja upp. Gömul
kona var á fótum vegna þess að kýr var nýborin. Við vor-
um leiddir í snotra stofu og búið þar um okkur í snatri á
tveimur dívönum. Ferðamennirnir sofnuðu sem skotnir
væru.
Að morgni var okkur vel fagnað af Hannesi bónda, enda
kom það upp ixr kafinu, að hann hafði ungur verið for-
maður hjá Skúla sýslumanni Thoroddsen, föður samfylgd-
armanns míns. Hannes var nú um áttrætt (í júlímánuði
1934). Hann var frekar lágvaxinn, en þó vörpulegur mað-
ur og óvenju rómsterkur; fjörlegur og ræðinn. Mér virtist
honum svipa mjög í útliti til hins fræga vísindamanns og
gerlafræðings L. Pasteur. Við nutum einstakrar gestrisni á
þessu heimili. Sumarbæran sá fyrir því, að framreiddar
voru könnuábristir, og var þeirra neytt með góðri lyst.
Matborðið var sett lystugum réttum og voru þar m. a.
svartfuglaegg, sem géstirnir voru sólgnir í.
Húsbóndinn var mjög skrafhreifinn, og bar margt á góma.
Þó að hann væri háaldraður, var hann ekki loftunga liðins
tíma, en þótti margt betra nxi en áður var. Menn lifðu við
kröpp kjör á æskuárum hans og höfðu lítið úr að spila um-
fram lífsnauðsynjar. Þegar hann ungur að aldri gerðist
bóndi á Látrum í Aðalvík, réðist hann í að fá sér vasaúr,
og var hann um skeið eini maðurinn í hreppnum, sem átti
slíka gersemi. Ekkert heimili átti þá stundaklukku. Menn
fóru eftir sólargangi og eyktamörkum, en svo nefndust slík
kennileiti, þegar miðað var við sólina. Það vildi til, að
sjaldan þurfti þá á nákvæmri stundvísi að halda.
Við tókum eftir því, að tungutalc gamla fólksins þarna á