Unga Ísland - 01.12.1947, Blaðsíða 50
40
leiksviði“. En þá er þa'o nokkrum dögum fyrir sjálf akla-
mótin, á Þorláksmessu 1900, að leikinn var í Iðnó einn
svæsnasti tízkuleikur þeirrar tíðar, „Heimkoman“ (Die
Ehre) eftir Hermann Sudermann, „myndarlegasti og veiga-
mesti, en um leið hinn fyrirhafnarmesti, sem L. R. hefur
hingað til fengizt við“. (ísafold 29. des.). Og í þessum leik
birtist á leiksviðinu ung stúlka nýkomin frá Ameríku og
á leið þangað aftur innan fárra ára, Sólveig Sveinsdóttir frá
Winnipeg. Viðstaðan var stutt en ekki tíðindalaus. Stúlkan
frá Winnipeg sýndi hláturmildum áhorffndum í Reykjavík
„dramatískan leik“, hinn fyrsta, sem elzta fólk minnist að
sézt hafi hér á leiksviði. Hún lék persónu, „sem verður ekki
leikin hér eðlilega nema af þeim, sem þekkir stórborgarlífið
og hafa séð með eigin augum samkynja persónur“. (Þjóð-
ólfur 2. tbl. 1901), og henni tókst „með yfirburðum að færa
sig í ham þeirrar persónu; og svo vel var hún heima hjá sér
á leiksviðinu, að engn er líkara en að hún liefði alið þar ald-
ur sinn árum saman og hefur þó ekki fengizt við leilc-
mennsku áður“. (ísafold 29. des.). Fjörutíu og fimm árum
eftir þessa atburði skrifar frú Eufemía Waage í Leikenda-
skrá L. R.: „Eftir þetta var dramatíslcur leikur stundaður
hér í tíma og ótíma, og hef ég grun um, að ýmsir hafi hald-
ið, að ekkert annað ætti skilið nafnið leikur. En hann verð-
ur áreiðanlega þreytandi ef honum er skipaður meiri sess,
en hann á að hafa“.
Landnám frú Stefaníu á leiksviðinu hér var mitt á milli
öfganna, sem felast í ummælunum ante og post jestum.
Hún kom frá hlátursleikjunum, hafði unnið hylli fólksins
í ærslahlutverkunum, en þegar frá leið færði hún leiksvið-
inu tign og alvöru, sem er næsta fáséð á algerðu viðvanings-
leiksviði sem hér var um alla hennar daga. Landnám henn-
ar var markað sterkum persónulegum einkennum, ríkri list-
hneigð og sjálfstrausti hins fædda listamanns, en svo gáf-
uð var hún, að hún kunni að taka hverri skynsamlegri