Unga Ísland - 01.12.1947, Blaðsíða 26
16
kallar Löve (ljón), er frá Austurríki, hámenntaður og fjöl-
hæfur tónlistarmaður. Samvinna þeirra hefur orðið þeim
báðum mikils virði.
Nú hafði Gagga Lund fundið sjálfa sig, fundið svið, þar
sem allir hinir ríku hæfileikar og stórbrotna og skemmti-
lega persóna hennar gátu þroskazt og notið sín, hlutverk,
sem hún hafði skapað sér sjálf og gat leyst af hendi betur
en nokkur annar. Þennan garð sinn hefur hún haldið áfram
að stækka og rækta. Þar er hún heima hjá sér, þar er hún
drottning í ríki sínu. Þetta finna allir ósjálfrátt, sem hlusta
á hana. Maðurinn verður að vinna fyrir öllu, sem hann
liefur fengið frá öðrum, til að eiga það með öllum rétti.
Og — hann á í rauninni aldrei neitt nema það, sem hann er.
V.
Þrátt fyrir hið geysimikla úrval ljóða og laga frá ýms-
um löndum, sem Gagga kann að syngja, og allar þær til-
breytingar, sem hún getur gert á söngskrá sinni, hefur hún
aldrei svo þjóðlagakvöld, að hún syngi ekki einhver Gyð-
ingalög — og íslenzk lög. Og eitt er það, sem áheyrendur
hennar hér á landi verða að fara á mis’við: að heyra, hvernig
hún flytur formálana að þessum íslenzku lögum í öðrum
löndum. Þá tekst henni verulega upp. Öll ást hennar á ís-
landi og' endurminningunum þaðan gerir þá formála óvenju-
lega hrífandi. Þegar hún lét gefa út í Englandi sýnishorn
þeirra þjóðlaga, sem hún syngur, setti hún íslenzkt lag,
Stóðum tvö í túni, fremst í bókina. Hún gleymir aldrei að
láta þess getið, að hún sé borin og barnfædd á Islandi, og
hún er oft blátt áfram kölluð „hin fræga íslenzka söng-
kona“. Einu sinni hafði hún í auglýsingu í Þýzkalandi ver-
ið kölluð „íslenzki næturgalinn“. Hún gerði skemmtilega
athugasemd um þetta næsta skipti, sem hún söng: „Eg er
enginn næturgali, og á íslandi eru engir næturgalar. En ef