Unga Ísland - 01.12.1947, Side 95
Björnstjerne Björnsson:
Bjarndýraveiðimaðurinn
Það var varla nokkur drengur í öllu byggðarlaginu, sem
ýkti eins og elzti sonur prestsins; hann var líka duglegur
að lesa, það vantaði svo sem ekki, og það, sem hann las,
féll bændunum vel að heyra, en ef það var eitthvað, sem
þeir höfðu sérstalvlega gaman að, þá átti hann það til að
ýkja í ofanálag, eins miklu og hann hélt að þeir vildu heyra;
helzt var það um sterka menn og ást, sem orsakaði bana
einhvers.
Eitt sinn tók prestur eftir því, að þreskingin gekk æ
skrykkjóttara uppi á hlöðulofti; hann gáði að, hvað um
væri að vera, og þá var það Þorvaldur, sem var að segja
sögur. I annað sinn var ekið kynlega litlu af viði heim úr
skóginum; hann af stað til að gá, og þar var aftur Þorvald-
llr kominn að segja sögur. Þetta verður að hætta, hugsaði
klerkur; hann kom piltinum fyrir í fastaskóla.
Þar voru einungis bændabörn, en presti fannst of dýrt
•ið hafa heimiliskennara fyrir þennan eina dreng. En Þor-
V;ddur hafði ekki verið viku á meðal þeirra, er einn skóla-
hróðir hans kom náfölur inn og kvaðst hafa mætt huldu-
félki á götunni, — annar enn fölari og sagði, að hann hefði
greinilega séð höfuðlausan mann vera að eiga við bátana
beirra við bryggjuna — og það, sem verra var en allt hitt:
Enútur litli frá Stað og systir hans komu kvöld eitt,
er þau voru lögð af stað heim, þjótandi aftur næstum frá-
vita, grétu og sögðu, að þau hefðu heyrt í birninum uppi í
Erestsurð, já, Marit litla hefði meira að segja séð leiftra
Ur gi’áum augum hans. Nei, þá varð skólakennarinn ösku-