Unga Ísland - 01.12.1947, Side 92
82
hvert sérstakt kvikindi, eða sérstök tegund af skipi. Mynd-
höggvari sagði mér frá því, að til sín hefði komið fyrir-
maður úr sjávarplássi að leita hófa hjá sér um minningar-
stein yfir sjódauða menn.
Það verður umfram allt að vera bátur á minnismerkinu,
sagði maðurinn.
Myndhöggvarinn sagðist hafa svarað, að vel mætti koma
fyrir einhverri líkingu nökkva í steininn, en þá flýtti hinn
sér að grípa fram í og svaraði: Nei, það verður að vera
mótorbátur.
Fyrirmaður eins og þessi hefur misst hæfileik íslendinga
til að hafa gaman af einkennilegum steini, og því miður er
hann ekki eini fyrirmaðurinn sem svo er ástatt fyrir: þegar
slíkir menn koma til snillings, sem gerir einkennilega steina,
þá biðja þeir um mótorbát. Það er að vísu góðra gjalda
vert á Islandi að hafa gaman af mótorbát, en er ástæða til
að sá áhugi ræni menn þeirri ánægju, sem heilbrigður mað-
ur og vanalegur íslendingur hefur af einkennilegum steini?
Sama máli gegnir um þá, sem vilja að steinar líti út eins
og menn, íþróttamenn með vöðvastellingar samkvæmt lík-
amsfræðinni, laglegar stúlkur með fitulag undir húðinni á
réttum stað; þessir menn hafa fyrst og fremst áhuga á lík-
amsfræði, ímyndaðri fullkomnun mannsskrokksins (eins og
Grikkir á tímabili), íþróttum, kvenfegurð, jafnvel læknis-
fræði. Steinn er aftur á móti á villigötum, ef hann ætlar að
verða maður eða mótorbátur. Maður hefur blóðrás og mót-
orbátur hefur skandíavél eða júnemunktellvél, steinn hefur
hvorugt sem betur fer. Það er jafnmikil fjarstæða að vilja
gera stein að manni og mann að steini.
Hins vegar getur einkennilegur steinn, hvort. heldur hann
hefur tekið mvnd sína í náttúrunni eða er lagaðjir af manna-
höndum, birt okkur einfakla og sígilda. og upprunalega feg-
urð, sem er skyld goðunum, eða að minnsta kosti guðdóm-
leikanum, enda eru til yndislegar þjóðir, sízt verra fólk en