Unga Ísland - 01.12.1947, Síða 86
76
unar eða athafna. Þó að skólaganga hans væri ekki lengri
en stutt dvöl í barnaskóla, var hann maður hámenntaður,
víðlesinn, fróður og gagnþjálfaður í hugsun.
Hann var með lærðustu mönnum í þjóðfélagsmálum. Um
þau efni las hann ógrynnin öll og keypti að staðaldri í ára-
tugi útlend blöð og tímarit, á enslcu, þýzku og norðurlanda-
málunum. Hann virtist hafa leiftrandi innsýn í öll mann-
félagsmál, svo að það var eins og þar lægi allt opið fyrir
honum bæði hérlendis og á alþjóðlegum vettvangi. Eg er
sannfærður um, að hann stýrði margfalt meira viti á þjóð-
félagslegum vandamálum en 99 prósent þeirra manna, sem
eru að trana sér fram til pólitískrar forustu. Hann bar skarp-
ara skyn á fjármál og verzlun og viðskipti en allir aðrir,
sem ég hef þekkt, og að þeim mönnum ekki undanskildum,
er hafa valið sér slík verkefni að lífsstarfi. En hann átti
það sammerkt við milda menn, að hann notfærði sér aldrei
þann hæfileika til að hagnast eyrisvirði.
Því fór þó langt í frá, að þjóðfélagsmálin tækju allar
tómstundir Erlends. Til þess voru hæfileikar hans of fjöl-
þættir. Hann las allmikið sálarfræði og almenna heimspeki.
Hann mátti heita vel að sér í íslenzkum bókmenntum bæði
að fornu og' nýju og íslenzkum fróðleik margs konar.
Hann var ágætur reikningsmaður. Hann var um eitt skeið
einn af allra fremstu taflmönnum hér á landi og las árum
saman fræðirit um skák. Maður, sem með honum var í
taflfélaginu, hefur sagt mér, að hann hafi ekki þekkt nokk-
urn taflmann, er hafi tekið neitt til líka öðrum eins fram-
förum í skáklist á jafn skömmum tíma. Og sumir leikir
hans lifa enn í minnum skákmanna eftir þrjátíu ár fyrir
það, hve afburða gáfulegir þeir voru og frumlegir.
Erlendur var og mjög víðlesinn í svo kölluðum fögrum
bókmenntum og hafði mikið yndi af öllum greinum skáld-
skapar, jafnt Ijóðum, sögum og leikritum. Á seinni árum
lagði hann einna mesta stund á lestur leikrita.