Unga Ísland - 01.12.1947, Side 60
50
dönsum og málið auk þess afar bágborið. Allir dansar eiga
rót sína að rekja til suðrænna heimkynna. I þeim brosir
suðræn sól og ljómi riddaralífsins. Blærinn er oft töfrandi
ijóðrænn, framandi og gerólíkur hinum formföstu innlendu
skáldakvæðum.
Það er hald fróðra manna, að rímnahættirnir, sem venju-
lega eru ferkvæðir, séu að nokkru leyti myndaðir eftir döns-
unum og hinir rímhögu Islendingar hafi síðan gert þá dýr-
ari og dýrari, unz afbrigði þeirra verða nær óteljandi, og
ekki síður hafa sumar lausavísanna sótt efni og anda til
dansanna. Sérstaklega er auðsénn efnislegur skyldleiki
lausavísnanna við hina eldri dansa. Tökum t. d. þetta kunna
erindi úr Sturlungu frá öndverðri 12. öld:
Loftur er í Eyjum,
bítur lundabein.
Sæmundur er á heiðum
og etur berin ein.
En það var tilefni stefsins, að Loftur, sonur Páls biskups
Jónssonar, hafði mann vegið og treystist ekki að standa
fyrir máli sínu á alþingi og flýði út í Vestmannaeyjar, en
Sæmundur Jónsson í Odda, frændi hans, reið heiman í stað
þess að styrkja frænda sinn, og vissu fáir, hvar hann var.
Hér er auðvelt að þekkja kersknitóninn, sem mjög er
ríkur í íslenzkum lausavísum, og í þessu stefi hillir undir
ómótaðan rímnahátt. Ymsar hinna gömlu vísna, sem þekkt-
ar eru, hafa þennan mjúka blæ, sem mjög var dönsunum
inngróinn, enda eru sumar þeirra beint runnar frá dansleik-
um þeirra tíma, svo sem vísa þessi:
• Séð hef ég marga seima-Bil
sitja á bekknum þaðra.
Af kynning okkar kemur það til,
ég kýs þig fremur en aðra.