Unga Ísland - 01.12.1947, Blaðsíða 27
17
þið viljið endilega kalla mig fugl, þá skuluð þið kalla mig
májinn úr Norðurhöfum“.
Eins og geta má nærri, dettur Göggu ekki í hug að af-
neita sínu danska þjóðerni og föðurlandi. En landið, sem
fóstraði hana í barnæsku, á svo djúp ítök í hjarta hennar,
að henni finnst hún aldrei geta goldið því þakkarskuld sína
nógu rækilega. Hún hefur áreiðanlega borið nafn íslands
víðar en flestir aðrir og alltaf á þann hátt, að það hefur
varpað ljóma á land og þjóð. Við Islendingar þurfum ekki
að hafa vonda samvizku af því, þó að aðrir steli Göggu
handa okkur við og við. Það er ekki nema lítil uppbót fyrir
það, hvað mörgu hefur verið stolið frá okkur. Og það er
líka mikið til í því, að Gagga Lund sé íslenzk. Hún hefur
að vísu sínar meðfæddu gáfur frá foreldrum sínum, dönsk-
um forfeðrum og formæðrum. En hún hefði aldrei orðið það
sama, sem hún er, ef hún hefði ekki verið hér á Islandi á
barnsaldri.
Gagga hefur alls staðar vakið undrun manna með hæfi-
leikum sínum að læra og tala tungnmál. Auðvitað hefur
hún að upplagi verið mjög næm á þetta. Meðal annars er
alveg furðulegt, að hún skuli hafa haldið íslenzkunni svona
vel við, eins ung og hún var, þegar hún fór héðan, eins slæm
skilyrði og hún hafði haft að læra hana sem barn og sjald-
an tækifæri að tala hana síðan. Það er almennt álitið, að
börn séu fljót að læra og fljót að gleyma. En við vitum,
að fullorðnir íslendingar geta farið burt, verið innan um
aðrar þjóðir tvö eða þrjú ár og komið aftur með meiri út-
lendan málhreim en Gagga. Einmitt þetta, tröllatryggðin
við íslenzkuna, að eiga tvö móðurmál, hefur gert henni
miklu auðveldara að læra önnur mál, gert heyrn hennar
skarpari og tungutakið liprara. Hún elskar íslenzkuna og
hefur alveg sérstakt yndi af að tala hana og syngja. Hún
skrifaði einu sinni frá Danmörku: „Mér þykir svo leiðin-
legt að fá ekki að tala íslenzku. Auðvitað veit ég, að ég
TJnga ísland
2