Unga Ísland - 01.12.1947, Side 21
11
heilla vandlátustu áheyrendur veraldarinnar. Söngdómarar
heimsblaðanna hafa gefizt upp skilyrðislaust, þegar þeir
hlustuðu á hana: „Þessu er ekki til neins að ætla sér að
lýsa, þetta verða menn að heyra“. „Eg minnist þess ekki
að hafa hlustað á neitt, sem var svona fullkomið“. Og hún
veit, hvað hún má bjóða sér. Þegar Adolf Hitler og naz-
istar komust til valda í Þýzkalandi, þar sem hún átti áður
miklum vinsældum að fagna, var henni bannað að syngja
Gyðingalög. „Þá get ég vel komizt af án þess að syngja í
Stór-Þýzkalandi“ — sagði Gagga. Og hún hefur ekki stigið
faéti sínum þangað síðan. Nú er Hitler úr sögunni, en Gagga
heldur áfram að syngja. Og nú getur hún komið aftur til
Þýzkalands og sungið þar Gyðingalögin sín, þegar henni
þóknast.
En það er eitt, sem ég hef ekki nefnt ennþá og áheyrend-
um hennar hér á landi mun hafa komið mest á óvart, þó
að þeir hefðu séð eitthvað um það í blöðunum, — og það
er íslenzkan hennar Göggu. Hún flutti formálana að lög-
unum hér á íslenzku, eins og hún talar ensku í Englandi,
frönsku í Frakklandi o. s. frv. Og hvernig var þá þessi ís-
lenzka? Hún var dálítið skrítin, stundum hálfgert barna-
mál. En hún hljómaði svo fallega, að það var ekki nema til
gamans, þó að einstöku rangar beygingar slæddust með.
Þetta var ekki sú íslenzka, sem menn geta lært af mál-
fræðibókum og kennurum. Það var hennar eigið mál. Það
var málið, sem lítil Reykjavíkurstúlka hafði lært á barns-
aldri, alltaf elskað og aldrei gleymt.
III.
Ef þið skylduð einhvern tíma koma inn í Reykjavíkur
Apótek, á horninu á Austurstræti og Pósthússtræti, skuluð
þið líta á vegginn, þar sem er skrá yfir eigendur þessa
apóteks frá upphafi. IJm langan tíma voru þeir allir danskir.
Þeir keyptu apótekið og komu hingað, græddu talsvert fé,