Unga Ísland - 01.12.1947, Side 96
86
vondur, skal ég segja ykkur, sló í borðið með reglustikunni
og spurði, — hvað í fjandanum — guð fyrirgefi mér orð-
bragðið — gengi að krökkunum.
„Þarna verða þau hvert öðru vitlausara“, sagði hann;
„huldufólk skríður undir liverjum runna — marbúi dottar
undir hverjum bát — björninn er á ferli um miðjan vetur?
Trúið þið ekki lengur á guð ykkar og kristin fræði“, sagði
hann, „eða trúið þið á alls konar óvætti og myrkraöfl og
björninn á ferli á miðjum vetri?“ En svo blíðkaðist hann
eftir nokkra stund og spurði Marit litlu, hvort hún þyrði
alls ekki heim. Telpan snökti og grét og hélt, að það kæmi
ekki til mála; kennarinn sagði þá, að Þorvaldur, sem var
stærstur þeirra, er eftir voru, ætti að fylgja henni um
skóginn. „Nei, hann sá sjálfur björninn“, grét Marit; „það
var hann, sem sagði það“. Það varð minna úr Þorvaldi í
sætinu, sérstaklega þegar kennarinn leit á hann og strauk
reglustikunni gælulega um vinstri lófa sér. „Hefur þú séð
björninn?" spurði hann rólega. „Það er nú satt, að ráðs-
maðurinn fann bjarnarhíði uppi í Prestsurð, já, daginn, sem
hann fór á rjúpnaveiðar“, sagði Þorvaldur. „Hefurðu séð
björninn, góði?“ — „Það var ekki einn, það voru tveir
stórir, og kannske voru líka tveir litlir, af því að þeir gömlu
eru vanir að hafa báða ungana, bæði frá í ár og fyrra ári,
inni hjá sér“. — „Hefurðu séð þá, góði?“ endurtók kenn-
arinn enn blíðlegar og hélt áfram að gæla við reglustikuna.
Þorvaldur þagði dálitla stund: „Eg sá þó björninn, sem
Lárus skytta skaut í fyrra, já“. Nú gekk kennarinn skrefi
framar og spurði svo blíðlega, að piltinum varð ekki um
sel: „Hefurðu séð björninn þarna uppi í Prestsurð, spyr ég?’
— Nú sagði Þorvaldur ekkert meir. „Kannske misminnti
þig svolítið í það sinnið?“ spurði kennarinn, tók í hnakka-
drambið á honum og sló stikunni á lærið á sér. Þorvaldur
mælti ekki orð frá munni, hin þorðu ekki að líta í áttina
til hans. Þá sagði kennarinn alvarlegur á svipinn: „Það er