Unga Ísland - 01.12.1947, Síða 112
102
og heilhug hans gagnvart hverju því, er hann leggur við
athygli sína. Það var unun að heyra hann tala um dá-
semdir íslenzkunnar, heyra hann útlista orðsnilli Njálu-
höfundar, hagleik hans á mannlýsingar og vef örlaga. Eða
að skyggnast með Sigurði meistara niður í mannvitsdjúp
Bjarna Thorarensens og heyra hann dá og skýra líkingar
eins og „skrautskriður úr skararfjöllum", sjá hann bregða
á loft málgulli og myndum Gríms á Bessastöðum — „eftir
honum úlfar þjóta ilbleikir með strengdan kvið“, og „feikn-
stafir svigna í brosi“. Þá lét honum að sýna okkur ilmblóm
Jónasar — „kossi föstum kveð ég þig, kyssi fast mitt eftir-
læti“ — og eins litróf kímninnar í tilsvörum persóna hjá
Jóni Thóroddsen. Það var ekkert undarlegt, þó að ég fyndi
það, að manni eins og Sigurði meistara þætti hver ungur
maður í ærið ráðazt, sem hygðist verða rithöfundur.
Ég held, að öllum megi vera það ljóst, sem eru sæmilega
heilskyggnir og ekki úr hófi fram bölmóðir og andlega van-
megna, að fátt muni nú, svo að ekki sé fastar að orði kveð-
ið, fræðara og rithöfunda á landi hér, sem þjóðin eigi annað
eins upp að unna og Sigurði meistara Guðmundssyni, svo
stórmikil og heillavænleg áhrif, sem hann hefur haft á þús-
undir ungra gáfu- og menntamanna sem kennari, skóla-
meistari, heilhuga ráðunautur, fyrirgreiðslumaður og holl-
vinur.
Hvort væri það svo ekki skylt, að einmitt æska Islands
hugleiddi, á hvern hátt hún geti bezt launað meistaranum
störf hans hin miklu og þjóðhollu — og léti síðan ekki sitja
við hugleiðinguna eina saman?
Það er í ráði að gefa út rit Sigurðar meistara, áður óprent-
uð eða birt á víð og dreif, og það er sérhverjum sjálfum
fyrir beztu að lesa þau. En það er trúa mín, að Sigurði
skólameistara Guðmundssyni yrði þannig bezt launað, að
íslenzk æska virti og stæði vörð um þau verðmæti, sem
hann hefur lieitast unnað: